Mánudagur, 15. desember 2008
Viðskiptaráð vill sækja um aðild að ESB
Stjórn Viðskiptaráðs Íslands mælist til þess að þegar í stað verði skilgreind samningsmarkmið og að sótt verði um aðild að ESB í kjölfarið. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar ráðsins sem samþykkt var í liðinni viku.
Þar segir að í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í efnahagsmálum þjóðarinnar sé mikilvægt að opin umræða um lausnir á efnahagsvandanum eigi sér stað og að þar verði tilteknir valkostir ekki útilokaðir.
Í þessu sambandi verði ekki hjá því litið að raunverulegir efnahagslegir kostir fylgi aðild að Myntbandalagi Evrópu og Evrópusambandinu. Þeir kostir verði ekki skoðaðir til hlítar nema með aðildarumsókn.(ruv.is)
Það skiptir miklu máli fyrir framgang þess máls,sem hér um ræðir hver afstaða Viðskiptaráðs er.
Jákvæð afstaða Viðskiptaráðs til ESB getur haft mikil áhrif.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.