Mánudagur, 15. desember 2008
Þjóðnýting tapsins hjá RUV
Ríkisútvarpið ohf. fær tæplega 200 milljóna króna aukafjárveitingu samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag.
Annars vegar er um að ræða 122,8 milljónir svo unnt sé að afskrifa jafnháa kröfu ríkissjóðs á RÚV ohf. Um er að ræða skuld sem myndaðist fyrstu mánuði ársins 2007 áður en stofnuninni var breytt í hlutafélag í eigu ríkissjóðs. Markmiðið með aðgerðinni er að eiginfjárhlutfall hlutafélagsins nái að verða 15% í stofnefnahagsreikningi þess.
Við aðra umræðu fjáraukalaga ársins 2006 var veitt 625 milljóna króna heimild í sama tilgangi. Samanlagt nema afskriftir skulda RÚV við ríkissjóð árin 2006 og 2007, 747,8 milljónum króna.
Þá fær RÚV ohf., samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi nú, viðbótarframlag upp á 74 milljónir króna þar sem afnotagjöld voru hækkuð um 5% 1. ágúst 2008. Er þá áætlað að afnotagjöld skili RÚV 2.990 milljónum króna á þessu ári.
Loks er í frumvarpi til fjáraukalaga sótt um heimild til að skuldbreyta 563 milljóna króna skammtímaskuld RÚV við ríkissjóð í langtímalán. Samkvæmt heimildinni verður eftirstöðvum af skuldum RÚV ohf. við ríkissjóð breytt í skuldabréf til 15 ára sem ber fasta vexti, auk verðtryggingar.
(mbl.is) Fjárhagur RUV er mjög slæmur. Og ekki hefur hann batnað nema síður sé við að breyta stofnuninni í einkahlutafélag. Ekki verður séð' að neina nauðsyn hafi borið til þessarar breytingar. Eðlilegast væri að breyta félaginu til baka.Éf félagið´ á sem einkahlutafélag að standa sem mest á eigin fótum getur ekki talist eðlilegt að afskrifa skuldir RUV í stórum stíl.
Björgvin Guðmundsson
Afskrifa 123 milljóna skuld RÚV við ríkissjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já merkilegt hvað okkur er farið að langa til baka í faðm ríkisins, okkur sem erum að reyna að vinna verkin í þessari stofnun sem nú skelfur á ohf-beinunum. Gjáin er í miðju húsinu, láglaunafólk öðru megin, speglasalur hinna ríku hinum megin. Það hefur orðið hefðar- og menningar-rof í miðri stassjóninni, og stefnir í illt verra ef ekkert verður að gert. Skuldaafskriftir breyta litlu um hugmyndafátæktina sem öllu er að stefna í voða hér. Þær bréfdúfur komast einar á toppinn á fimmtu hæðinni sem eru merktar annaðhvort "samkeppni" eða "markaður". Hinar sem bera merkin "ábyrg stefna", "hlutverk RÚV" og "hefð, traust og virðing" fá engan byr undir sína vængi og allra minnsta dúfan, sem er merkt "sameign þjóðarinnar" , hún er falin inni í traustu búri, svo að hrokafullu kommaklíkurnar á Rás 1 hleypi henni ekki út og þar með öllu í bál og brand.
Lana Kolbrún Eddudóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.