Færeyska lögþingið samþykkir lánið til Íslands

Færeyska lögþingið samþykki 300 milljóna danskra króna gjaldeyrislán til Íslendinga í dag. Fyrstu tvær umræður um frumvarp um lánið fóru fram í fyrradag en enginn tók til máls utan fjármálaráðherra og samþykkt var einróma að vísa frumvarpinu áfram til þriðju umræðu sem fram fór í dag án þess að það færi til fjárlaganefndar þingsins.

Landsstjórn Færeyja samþykkti í október að veita Íslendingum lán vegna efnahagshrunsins hér. Allir stjórnmálaflokkar í Færeyjum stóðu að þeirri samþykkt og samkvæmt upplýsingum mbl.is varð það einnig að samkomulagi milli leiðtoga flokkanna að engin umræða yrði um málið. Það er til að leggja áherslu á samhug með Íslendingum og að um sameiginlegt mál flokkanna sé að ræða. 

Fram kom í færeyska útvarpinu fyrr í vikunni, að lánið mun bera 5,25% vexti fyrsta árið en ekki verið greitt af höfuðstólnum fyrstu fimm árin. Eftir þann tíma verður gert samkomulag um endurgreiðsluna.  (mbl.is) Færeyingar hafa sýnt Íslendingum mikinn vinarhug með því að veita þeim umrætt lán.Alger samstaða virðist í Færeyjum um að veita okkur þessa aðstoð. Sannast hér,að Færeyingar eru bestu vinir Íslendinga.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Lán til Íslendinga samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband