Er Jón Ásgeir lagður í einelti?

Talsvert er rætt um svokallaða  útrásarvíkinga í kjölfar bankahrunsins enda telja margir að þeir  eigi  stóran þátt í hruninu.Mest er rætt um Jón Ásgeir en lítið minnst á Björgólfsfeðga,Bakkavararbræður,Hannes Smárason eða aðra útrásargreifa.Af umfjöllun fjölmiðla að dæma mætti ætla,að Jón Ásgeir hefði  komið bönkunum í þrot.

Jón Ásgeir er dæmigerður " selfmade" kaupsýslumaður eins og Bandaríkjamenn kalla slíka menn,sem hafa unnið sig upp úr engu. Hann byrjaði að raða flöskum í verslun SS í Austurveri þar sem faðir hans var verslunarstjóri. Síðan gekk hann í öll störf,þegar faðir hans hafði stofnað Bónus. En hæfileikar hans á viðskiptasviðinu komu  fljótlega í ljós. Sjálfsagt hefur Jón Ásgeir gert mistök eins og aðrir og  ekki gætt þess sem skyldi,að misstíga sig ekki á  krókustíg laga og reglna.Ég er ekki viss um,að  margir kaupsýslumenn hefðu þolað  6 ára nákvæma  lögreglu-og dómsrannsókn eins og Baugur og Jón Ásgeir máttu þola.Þegar upp var staðið var það lítið sem ekkert sem fannst og dæmt var fyrir. En þegar því máli er lokið er Jóni Ásgeiri stefnt fyrir skattalagabrot á tímabilinu 1999-2002. Hvers vegna var það mál ekki tekið fyrir samhliða hinu eiginlega Baugsmáli? Ríkisskattanefnd hafði lokið athugun á þessu skattamáli og  endurgreitt Jóni Ásgeiri vegna oftekinna skatta. Samt er farið af stað með málið.Hvað er að gerast? Og í ofanálag sektar Samkeppniseftirlit Bónus um rúmar 300 milljónir fyrir að selja vörur of ódýrt!

Er nema von,að upp komi spurning eins og er í fyrirsögn á þessum pistli: Er Jón Ásgeir lagður í  einelti?

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Nú er að koma betur í ljós hvernig allir þessir fjármunir urðu til á þessum "uppgangstímum" Þar er Jón Ásgeir sennilega sá stórtækasti - eða eru hans fyrirtæki ekki með um 1000-1200 milljarða í skuld ?  Stór hluti þeirra virðist hafa verið til komin kringum hlutafélög sem voru í raun hreinsuð út . Fyrirtæki keypt-síðan skuldsett og seld að því búnu á yfirverði- hundruðum saman- aftur og aftur..  Eftir stendur efnahagshrun - verðmætin voru að mestu ímynduð.  Skuldir uppá 12 þúsund milljarða standa eftir....  Þarf að leggja einhverja í einelti ? En okkur almennum borgurum er ætlað að borga óráðsíuna .  Ég kann þessu fólki litlar þakkir fyrir.

Sævar Helgason, 20.12.2008 kl. 16:51

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Sævar!

Þú ert með tölur úr Mbl. um skuldir Baugs.Þar er vel í lagt. Tölurnar voru leiðréttar og hið rétta er,að eignir Baugs eru 1200 milljarðar en skuldir 900 milljarðar.Þegar Mbl. og Silfur Egils leggja saman í áróðri gegn einu fyrirtæki,Baugi þá er von,að eitthvað síist inn í almenning.Silfur Egils hefur enn ekki tekið Björgólfana,Bakkavararbræður,Hannes Smárason eða Wernerson fyrir  á sama hátt og Jón Ásgeir.Mbl. hefur aðeins verið að reyna að birta upplýsingar um aðra en Jón Ásgeir  en hefur ekki tekist eins vel upp og þegar byrjað var á Baugi og Jóni Ásgeir. Þó hefur komið í ljós,að það er sama sagan í Landsbankanum,Kaupþingi og hjá Glitni.Allir þessir bankar hafa verið að lána eigendum sínum. Það vekur t.d. athygli,að Landsbankinn hefur verið að lána Samson þó allir teldu,að Samson og Björgólfsfeðgar væru svo sterkir,að þeir þyrftu ekki lán. En m.a.o: Hvað skuldar Björgólfur Guðmundsson mikið og hverjar eu eignir hans? Hvað skulda Bakkarvarabræður og hverjar eru eignirnar. Hvað skuldar Hannes Smárason og hver er eignin og þannig mætti áfram telja. Hvað skuldar Landsbankinn og hverjar eru eignirnar? Það hlýtur að liggja fyrir hvað  allir þessir útrásargreifar skulda og hvað eignir þeirra eru miklar.Eða hefur aðeins verið  grafið og grafið hjá Jóni Ásgeiri? Upplýst hefur verið að a.m.k. 150 milljarðar muni falla á  íslensku þjóðina vegna Ice save reikninga,sem Landsbankinn stofnaði til úti.Björgólfur ber ábyrgð á því sem formaður bankaráðs L.Í. Lítið sem ekkert er talað um það.Öllu púðri er eytt á Jón Ásgeir.En ég veit ekki til,að  neinar skuldir Jóns Ásgeirs hafi enn fallið á þjóðina.

Með kveðju

BG

Björgvin Guðmundsson, 21.12.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband