Sunnudagur, 21. desember 2008
Fjárlagafrv.: 365 milljarðar í eigið fé bankanna
Í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp næsta árs er m.a. lagt til að heimilt verði að leggja ríkisbönkunum þremur til samtals allt að 385 milljarða kr. í eigið fé vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði og að heimilt verði að leggja sparisjóðum til allt að 14 milljarða kr. stofnfé.
Meirihluti fjárlaganefndar leggur einnig til að veitt verði heimild á fjárlögum næsta árs til að selja sendiherrabústaði í New York, Washington, London og Ósló og að hluta söluverðsins verði varið til að kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði fyrir sendiherra í þessum borgum. Þetta kemur fram í tillögum meirihluta nefndarinnar við fjárlagafrumvarpið sem dreift var á Alþingi síðdegis fyrir þriðju og síðustu umræðu um frumvarpið.(mbl.is)
Mér líst vel a,að seldir verði einhverjir sendiherrabústaðir nú þegar þjóðin á við efnahagserfiðleika að stríða.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Sendaherrabústaðir verði seldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.