Málverkasýning í Finnlandi

Björgvin Björgvinsson og kona hans Pirjo Aaltonen hafa opnað málverkasýningu í Kouvola í Finnlandi. Sýningin stendur til 18.janúar n.k. Þau hjón sýna þarna akril myndir,grafik,koparstungu o.fl.Myndirnar eru flestar málaðar á þessu ári. þarna  eru margar mjög góðar og skemmtilegar myndir.Björgvin hefur haldið nokkrar málverkasýningar á Íslandi  og í Finnlandi.Þau Björgvin og Pirjo eru bæði myndlistarkennarar og búa í Kouvola.

Björgvin er sonur minn en auk   þess er Guðmundur sonur minn   starfandi myndlistarmaður og Hilmar sonur minn er smíðakennari og skólastjóri. Hann hefur m.a. kennt skartgripagerð og smíðað sjálfur skartgripi.Þorvaldur sonur minn  hefur nýlega   byrjað að mála og hefur þegar haldið eina málverkasýningu. Ekki munu synir mínir hafa myndlistar- og smíðahæfileikann frá mér. Munu þessir hæfileikar fremur komnir frá konu minni,Dagrúnu Þorvaldsdóttur.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband