Góð tillaga Karls V.Matthíassonar

Það væri góð nýársgjöf til þjóðarinnar að tilkynna að leyfðar yrðu veiðar á 20-30 þúsund tonnum af þorski og að kvótann ætti að bjóða upp á markaði. Þetta segir Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingar og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, og leggur ríka áherslu á að bjóða ætti kvótann upp á markaði.

„Ef við myndum leyfa veiðar á 20 þúsund tonnum á þorski og fá 150 krónur fyrir kílóið gæfi það af sér 3 milljarða króna,“ segir Karl og bætir við að féð mætti nota til þess að styðja enn frekar nýsköpun í sjávarútvegi, t.d. með því að ýta undir kræklingarækt og þorskeldi. „Þetta væru góð skilaboð út í samfélagið og myndi auka atvinnu,“ segir Karl.

Bæði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, hafa sagt að yrði kvóti aukinn ætti hann að fara til þeirra sem urðu fyrir skerðingu þegar þorskveiðar voru dregnar saman.(mbl.is)

Þetta er góð tillaga   hjá Karli og gæti verið fyrsta skrefið í að mæta gagnrýni Mannréttindanefndar Sþ. á kvótakerfið en nefndin hefur úrskurðað að í því felist brot á mannréttindum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband