Líkur á málsókn gegn Bretum

Líkur á því að Kaupþing höfði mál gegn breska ríkinu vegna harkalegra aðgerða breskra stjórnvalda gegn dótturfyrirtæki bankans hafa aukist með nýju lögunum sem sett voru í gær.

Sú ákvörðun breskra stjónvalda að beita grípa inn í rekstur dótturfyrirtækis Kaupþings í Bretlandi, Singer og Friedlander, í byrjun október er talin hafa leitt til þess að Kaupþing á Íslandi varð gjaldþrota. Þá voru innlánsreikningar Singer og Friedlander seldir til Hollands og greiðslustöðvun sett á restina af starfsemi bankans.

Strax í október fól Kaupþing bresku lögfræðiskrifstofunni Grundberg Mocatta Rakison að undirbúa málsókn á hendur breskum stjórnvöldum vegna aðgerða þeirra. Ef höfðað verður mál mun það líklega snúast umþað hvort að bresk stjórnvöld hafi farið offari með innripi sínu og jafnvel brotið jafnræðisreglu með því að beita bankann harðari úrræðum en aðra breska banka.

Í gær samþykkti Alþingi lög sem heimila ríkissjóði að styrkja málshöfðun gegn breskum stjórnvöldum vegna aðgerða þeirra gegn íslenskum bönkunum í byrjun október.

Helgi Sigurðsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings, telur að lagasetningin auki líkur á því að Kaupþing höfði mál gegn breska ríkinu. Með lögunum færist kostnaðurinn við lögsókn frá kröfuhöfum bankans til ríkisins og þar með aukist líkur á að eigendur gamla bankans vilji fara í mál.

Enn hefur þó ekki verið tekin ákvörðun um hvort að Kaupþing höfði mál en búist er við að það skýrist í kringum áramótin. (visir.is)

Ekki kemur annað til greina en að'' lögsækja Breta. Vonandi fá Bretar makleg málagjöld fyrir það níðingsverk,sem þeir unnu á Íslandingum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband