Allir teknir inn í Háskólann

Á fundi háskólaráðs í gær var samþykkt að afgreiða umsóknir um grunnnám og framhaldsnám á vormisseri 2009. Alls bárust 1624 umsóknir.  Allar umsóknir um grunnnám uppfylla inntökuskilyrði og samþykkti háskólaráð að taka inn alla umsækjendur, eða 893 talsins.

Verið er að fara yfir umsóknir um framhaldsnám með tilliti til námsleiða, og vonast er til að hægt verði að taka á móti sem flestum þeirra 731 sem sótt hafa um framhaldsnám, að því er segir í tilkynningu frá HÍ.  

„Ákvörðunin er tekin eftir að niðurskurður til HÍ var lækkaður um 130 mkr. milli annarrar og þriðju umræðum á Alþingi um fjárlög 2009. Öll viðbótarupphæðin verður notuð vegna inntöku nýrra nemenda um áramót. 

Í viðbrögðum við kröfu um niðurskurð frá upphaflegu fjárlagafrumvarpi, lagði háskólaráð áherslu á þrennt; a) að standa vörð um störf, b) tryggja stúdentum kennslu í samræmi við gæðakröfur HÍ, c) halda áfram að byggja upp öflugan rannsóknarháskóla í samræmi við stefnu skólans.  

Að þessum forsendum gefnum, samþykkti háskólaráð að mæta kröfu um niðurskurð með endurskoðun fastlaunasamninga og yfirvinnu, tilfærslu á starfsskyldum, endurskipulagningu námskeiða, lækkuðum ferðakostnaði, lækkuðum útgjöldum vegna tækjakaupa og frestun hluta áforma samkvæmt afkastatengdum samningi við stjórnvöld vegna framkvæmdar stefnu HÍ.

Háskólaráð telur brýnt að halda fast í stefnuna eins og kostur er og vinna ótrauð að þeim markmiðum sem sett hafa verið.  Á opnum fundi rektors með starfsfólki í kjölfar háskólaráðsfundar í gær, sagðist Kristín Ingólfsdóttir sannfærð um, að ef einhvern tímann hafi verið þörf á stefnufestu í málefnum háskólamenntunar, vísinda og nýsköpunar, sé það einmitt nú.

Kristín segir að starfsfólk Háskóla Íslands hlakki til að taka á móti nýjum nemendum um áramótin og  er þakklátt þeim fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem hafa haft samband til að bjóða aðstoð vegna erfiðrar stöðu efnahagsmála,  þar á meðal boð um aðstöðu til verklegrar þjálfunar nemenda," að því er segir í tilkynningu.  (mbl.is)

Það er ánægjulegt,að nær allir,sem sótt hafa um háskólanám komist  að. Vegna aukins atvinnuleysis er gott að geta tekið sem flesta inn,þar eð ýmsir án atvinnu nota tímann til að mennta sig.

 

Björgvin GUÐMUNDSSON

Fara til baka 


mbl.is HÍ: Allir teknir inn í grunnnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband