Þriðjudagur, 23. desember 2008
Stórtíðindi á næsta ári
Ég spái því,að næsta ár verði tíðindasamt í íslenskum stjórnmálum.Yfirgnæfandi líkur eru á því að Ísland sæki um aðild að ESB.Ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkir aðildarumsókn að ESB sækir Ísland um. Það mundi framkalla mikil átök í íslensku samfélagi.Og það kallar á kosningar strax næsta ár. Ef þetta gerist eru auknar líkur á að núverandi stjórnarflokkar haldi áfram stjórnarsamstarfi. En ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins fellir að sækja um aðild að ESB eru dagar ríkisstjórnarinnar taldir.Samfylkingin mundi samt sem áður reyna að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokkinn um kosningar.En ef Sjálfstæðisflokkurinn neitar kosningum mundi hann freista þess að mynda stjórn með öðrum flokkum án kosninga. Vinstri grænir mundu neita að fara í ríkisstjórn án kosninga fyrst.Stjórnin yrði því að segja af sér og láta kjósa.
Ég spái því að órói meðal almennings muni aukast á næsta ári og einnig af þeim sökum þurfi að fara fram kosningar. Á þann hátt axla stjórnmálamenn ábyrgð. Það verður ekki friður fyrr.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.