Mánudagur, 29. desember 2008
Utanríkisráðherra fordæmir árásirnar á Gaza
Ingibjörg Sòlrùn Gísladóttir utanríkisràðherra telur hernaðaraðgerðir Ísraels à Gazaströndinni í dag óverjandi, að því er segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu.
Þó að Israel standi frammi fyrir öryggisógn og að àkvörðun Hamas um að segja sig fra vopnahlei sé röng verða viðbrögð að vera í samræmi við hættu eins og alþjóðleg mannúðarlög krefjast, segir í tilkynningunni.
Alþjóðasamfélagið getur ekki lengur látið óàtalið að mannréttindi og alþjóðlegar skuldbindingar séu fótum troðnar á Gasasvæðinu. Ísland styður að málið verði tekið til umfjöllunar á vettvangi öryggisráðsins og að deiluaðilar verði kallaðir til raunverulegrar ábyrgðar og látnir standa við fyrirheit sín.(mbl.is)
Árásir Ísraelsmanna eru svívirðilegar.Það er verið að drepa saklausa borgara undir því yfirskyni,að Hamas samtökin kunni að skjóta á Ísaelsmenn.Það verður að stöðva þessa bardaga.
Björgvin Guðmundsson
Óverjandi aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.