Mánudagur, 29. desember 2008
Páll Skúlason: Ríkið brást
Páll Skúlason heimspekingur sagði í viðtali við Evu Maríu á ruv,að ríkið hefði brugðist skyldu sinni.Ríkið átti að fylgjast með og koma í veg fyrir,að allt fjármálakerfð hryndi. en það brást. Það var búið að veikja ríkið mikið áður. Hugmyndafræði markaðshyggjunnar veikti ríkiskerfið Páll sagði,að um landráð af gáleysi hefði verið að ræða við fall bankanna og fjármálakerfisins. Hann sagði,að stjórnvöld væru sek um gáleysi.Síðan sagði hann: Landráð eru landráð þó af gáleysi sé. Helst var á honum að skilja,að skipta þyrfti alveg um stjórnvöld og stjórnmálamenn. Þeir,sem sinntu þeim störfum í dag. Nytu ekki trausts. Nýir menn yrðu að koma til skjalanna,menn sem þjóðin treysti.
Björgvin Gyðmundssin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.