Kaupsamningum fasteigna fækkaði um 60%

Um 6.200 kaupsamningum var þinglýst árið 2008 og námu heildarviðskipti með fasteignir um 180 milljörðum króna.  Meðalupphæð á hvern kaupsamning var um 29 milljónir króna. Árið 2007 var veltan 406 milljarðar króna, fjöldi kaupsamninga tæplega 15.300 og meðalupphæð á hvern kaupsamning 26,7 milljónir króna. Heildarvelta fasteignaviðskipta hefur því minnkað um tæplega 55% á milli ára og kaupsamningum fækkað um tæplega 60%.

Ekki hefur jafn fáum kaupsamningum verið þinglýst á Íslandi á einu ári í fimmtán ár en árið 1993 var 5.277 kaupsamningum þinglýst. Árið 2003 var veltan síðast jafn lítil og í ár en það ár nam hún tæpum 163 milljörðum króna.

Sé litið til höfuðborgarsvæðisins stefnir heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga í um 115 milljarða króna, fjöldi kaupsamninga verði um 3.500 og meðalupphæð kaupsamnings verði tæpar 33 milljónir króna. Heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2007 var rúmlega 310 milljarðar króna og kaupsamningar rúmlega 10.000. Meðalupphæð samninga árið 2007 var um 31 milljón króna, að því er segir á vef Fasteignamats ríkisins.(mbl.is)

Þessi breyting er eðlileg af tveimur ástæðum: Vegna þess,að markaðurinn var orðinn mettaður og vegna þess að samdráttur varð  í atvinnu og útlánum í kjölfar bankahrunsins. Þessi þróun mun halda áfram.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Kaupsamningum fækkaði um 60%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband