Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja um áramót

Nú um áramótin tekur gildi kjaraskerðing aldraðra og öryrkja,þar eð lífeyrir þeirra skerðist að raungildi til. Lífeyrir aldraðra og öryrkja átti að hækka í samræmi við vísitölu eða um 20% en hækkar aðeins um 9,6% nema hjá þeim sem eru með allra lægstu bætur. Lægstu bætur,150 þús á mánuði fyrir skatt og minna, hækka um 20% eins og verðbólgan. Umrædd kjaraskerðing  er talin nauðsynleg vegna fjárhagserfiðleika ríkisins.En þegar fjárhagur ríkisins var góður voru bætur aldraðra og öryrkja heldur ekki hækkaðar.Þær hækkuðu ekki  í samræmi við hækkun lágmarkslauna í feb sl. eins og lofað hafði verið.Þær hækkuðu þá aðeins til hálfs við kauphækkun verkafólks.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband