Icesave okkur ofviða

Íslenska ríkið hefur enn ekki gengið frá samningum við Hollendinga, Breta og Þjóðverja vegna lánveitinga til að greiða eigendum Icesave- og Edge-innstæðureikninga til baka fjármuni sína. Þegar hefur verið samið um heildarupphæð lánanna að mestu en heimildir Morgunblaðsins herma að sameiginleg samninganefnd landanna þriggja hafi sett fram kröfur um lengd á lánstíma, vaxtakjör, greiðsluskilmála og endurskoðunarákvæði sem íslensku fulltrúarnir gátu ekki sætt sig við.

Mikil áhersla hefur verið lögð á það meðal íslensku samninganefndarinnar að ná sem hagstæðustum kjörum á lánunum enda er heildarupphæð þeirra lánveitinga sem íslenska ríkið þarf að gangast í ábyrgðir fyrir yfir 700 milljarðar króna. Því skipti hver vaxtaprósenta miklu fyrir ríkissjóð.

Hollendingar, Bretar og Þjóðverjar hafa samstarf sín á milli um viðræðurnar. Öll löndin hafa boðist til að lána Íslendingum fyrir þeirra ábyrgðum vegna innstæðnanna en það á eftir að semja um kjör þeirra lána. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var síðasti fundur deiluaðila haldinn í byrjun desember þar sem togast var á um ofangreind atriði. Gert er ráð fyrir því að nýr fundur verði haldinn einhvern tíma í janúar. Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Landsbankans, sagði fyrr í þessum mánuði að líklega myndu um 150 milljarðar króna falla á ríkissjóð, og þar með íslenska skattgreiðendur, vegna Icesave-reikninganna þegar búið væri að selja allar eignir gamla bankans. (mbl.is)

Miðað við stöðu málsins er mikil spurning hvort Ísland getur greitt alla þá fúlgu,sem um er rætt vegna Icesave. Ef til vill væri best,að Island segði við  Breta,Hollendinga og Þjóðverja: Við höfum ekki ráð á því að greiða 20 þús. evrur á hvern reikning. Við  munum greiða það sem er í tryggingasjóðum og það sem kemur inn fyrir eignir bankanna.Meira getum við ekki greitt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka 


mbl.is Togast á um Icesave-kjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Good idea! I will try that with the Tax man, next time he tells me I owe him money.........

The other way is to declare "Gjaldthrot"................

Fair Play (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 14:11

2 identicon

Sannarlega góð hugmynd hjá þér. Það er ljóst að eignir í Bretlandi og viðar munu lækka um 50% eða meira á næstu árum í heimskreppunni. Reikningurinn sem við erum að fara að fá á okkur verður mun hærri en 150. milljarðar. Líklegra er að hann verði frá 300-500 milljarðar.

Ég held að Íslendingar séu sofandi á feigðarósi. Sú stjórn sem nú er við völd er ekki að gera rétta hluti. Það þarf þjóðstjórn með stærri kúlur en þeir sem núna stýra.

Hræðsluáróðurinn um að þá verði stjórnleysi er akkurat það sem valdaöflinn á Íslandi vilja láta ykkur halda. Þetta er mjög einfallt. Það þarf tvo hluti til að hlutirnir lagist á Íslandi.

Þjóðstjórn og að fá erlenda rannsóknaraðila til að stýra rannsókninni á spillingunni hér. (alls ekki íslenska rannsókn með erlendum aðstoðarmönnum)

Ef við mótmælendur þvingum ekki þessa breytingu fram þá munum við sjá eftir því næstur áratugina og í raun allt okkar líf.

Már (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband