Hefur Samfylkingin náð árangri?

Við áramót er árangur ársins metinn. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna skrifa greinar og gera upp árið. Ingibjörg Sólrún,formaður Samfylkingar, skrifar grein í Mbl. og segir,að  Samfylkingin hafi litið svo á,að mikilvægasta verkefnið í ríkisstjórn hafi verið að skapa hér samfélag jöfnuðar og félagslegs réttlætis.Hún segir,að ríkisstjórnin hafi stigið mikilvæg skref til endurreisnar velferðarkerfisins. Í því sambandi nefnir  hún hækkun skattleysismarka,aðgerðaráætlun í  þágu barna og ungmenna,stefnumótun um uppbyggingu hundraða hjúkrunarrýma fyrir aldraða og umbætur í þágu aldraðra og öryrkja. Víst hefur þokast í rétta átt en að mínu mati eru skrefin of lítil einkum fyrir aldraðra og öryrkja. Þar hefur fyrst og fremst verið dregið úr tekjutengingum,sem er mikilvægt en leiðrétting á lífeyri hefur setið eftir  nema hjá þeim allra lægst launuðu.Aðrir aldraðir og öryrkjar mega um þessi áramót sæta kjaraskerðingu að raungildi til.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ingibjorg Solrun aetti ad skammast sin, aumann formann Jafnadarmannaflokks Islands hefur Islenska tjodin aldrei att !

Segdu af ter Ingibjorg, vid erum ekki tjodin tin og tu ert af allt annarri tjod en vid !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband