ISG: Það á að kjósa í vor

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, ætlar að beita sér fyrir því að boðað verði til alþingiskosninga í vor. Þetta kom fram í viðtali við hana í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld.

Mikill þrýstingur er innan Samfylkingarinnar á að ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk verði slitið og boðað til kosninga. Fjölmennur fundur Reykjavíkurfélags Samfylkingarinnar samþykkti í gær ályktun þess efnis að slíta ætti samstarfinu og ný stjórn mynduð fram að kosningum sem ættu að fara fram eigi síðar en í maí.

Ingibjörg sagði nauðsynlegt að starfhæf ríkisstjórn væri í landinu fram að kosningum. Ríkisstjórnin héldi enn, og muni standa saman meðan það væri hægt. Flokkarnir gætu hæglega staðið saman að tillögu um kosningar.(ruv.is)

Ég er ánægður með að Ingibjörg skuli hafa tekið af skarið með að kjósa eigi í vor. Það er krafa þjóðarinnar og Samfylkingin á að vera í takt við þjóðina.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband