Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Samfylkingin verður að taka sig á
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups fær Samfylkingin aðeins 22% atkvæða.VG fær 30% og Sjálfstæðisflokkurinn 24%. Framsókn fær 15%.
Þetta er áhyggjuefni fyrir Samfylkinguna.Þrátt fyrir,að ný ríkisstjórn undir forustu Samfylkingar væri í burðarliðnum nægði það ekki til þess sð lyfta fylgi Samfylkingar meira en þetts.Hver er ástæðan? Ég hygg,að þær séu tvær: Almenningur kennir Samfylkingunni að hluta til um að ekki var tekið betur til hendinni eftir bankahrunið.Og sumir henna Samfylkingunni um bankahrunið sjálft af því Samfylkingin var í stjórn.Hin ástæðan er sú,að Samfylkingin stóð sig ekki nógu vel í ríkisstjórninni.Stjórnarsáttmálinn var of slappur,of loðinn.Samfylkingin kom nokkrum málum í framkvæmd en ekki nógu mörgum og skrefin,sem stigin voru á velferðarsviði og í skattamálum voru of lítil Skattleysismörk voru hækkuð en of seint og of lítið.Ráðstafanir í velferðarmálum voru gerðar en of seint og of litlar.Mikið vantaði á að kjör aldraðra og öryrkja væru bætt eins og lofað hafði verið. Fyrst og fremst var hugsað um þá aldraða sem voru á vinnumarkaði en ekki hina sem hættir voru að vinna.Samfylkingin verður að gera mikið betur ef hún ætlar að vinna tiltrú almennings.Nú eru kosningar framundan og þá ráða kjósendur á ný.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin.
Já og ekki hjálpar ESB trúboðið Samfylkingunni, ja nema síður sé, eins og tölurnar sína.
Flokkur sem virðist algerlega skini skroppinn og er orðin uppnuminn af þessu steingelda erlenda miðstýringarvaldi !
Að mínu áliti og margra annarra jaðrar þetta upphafna daður og blinda Samfylkingarinnar við að kallast landráð !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 10:11
Frá því hrunið varð hefur lítið eða ekkert heyrst frá fólkinu sem við kusum á þing fyrir Samfylkinguna.
Engar skýringar - engin framtíðarsýn- ekkert uppgjör.
Hvað skeði og hvar vorum við í aðdraganda hrunsins og hvað gerðum við- Við þessu hafa enginn svör borist frá umboðsmönnum okkar á alþingi- þessum sem við kusum til að gæta samfélagsins.
Aðaltími okkar fólks fór í að afla okkur velvildar - vítt og breitt um heiminn- til setu í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna og að selja íslenska gufu á svipuðum slóðum.
Þó er ein heiðarleg og traust undantekning- það er hún Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra. Hún vann vinnuna sína hörðum höndum - hér heima og skilaði góðum árangri til alþýðu þessa lands- hún fór hvergi.
Og nú í dag tekur hún við sem forsætisráðherra Íslands- fyrst kvenna.
Sævar Helgason, 1.2.2009 kl. 11:17
Sammmála.
Með kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 1.2.2009 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.