Mikil átök innan VR um formannssætið

Kristinn Örn Jóhannesson, sem býður sig fram til formanns VR fyrir kjörtímabilið 2009-2011, sakar formann VR og trúnaðarmenn um að hafa viðhaft óheiðarleg vinnubrögð.

Kristinn Örn hefur sent frá sér fréttatilkynningu, sem er eftirfarandi:

„Í ljósi villandi framsettra fréttatilkynninga frá trúnaðarráði VR vil ég að eftirfarandi komi fram:

Að morgni 12. febrúar skilaði Kristinn Örn Jóhannesson, sem býður sig fram til formanns VR fyrir kjörtímabilið 2009-2011, fullnægjandi gögnum ásamt ósk um allsherjarkosningar. Kjörstjórn VR staðfesti svo lögmæti framboðsins skömmu eftir hádegi þann sama dag er framboðsfrestur var útrunninn.

Ég harma þau vinnubrögð formanns VR og trúnaðarmanna að senda frá sér upplýsingar um „gölluð" mótframboð gegn listum samþykktum á Nýársfundi með þeim hætti að illgreinanlegt, ef ekki ómögulegt að greina um hvaða framboð er að ræða. 

Sem fyrr segir hafa engar athugasemdir verið gerðar við lögmæti míns frjálsa framboðs til formanns VR. Svo virðist sem tilkynningar VR séu viljandi settar fram með þeim hætti að þær kasti rýrð á öll framboð sem fram hafa komið. Eru slík vinnubrögð í senn ódrengileg, óheiðarleg og þeim sem að standa til mikillar minnkunar. Hvaða heilindi standa að baki slíkum vinnubrögðum.“(mbl.is)

Nauðsynlegt er,að  lýðræði sé haft í heiðri í verkalýðsfélögunum og mótframboð eigi greiða leið,ef þau koma fram.Ekki má leggja stein í götu þeirra.Sitjand formaður í  VR,Gunnar Pálsson, hefur sætt gagnrýni þar eð hann var í stjórn Kaupþings og  fékk þar lán til hlutabréfakaupa í bankanum ásamt fleirum. Fram kom,að ætlunin var að  fella niður lánin til hlutabréfakaupanna.Það var algerlega siðlaust.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo allt sé á hreinu þá sendi ég þér fréttatilkynningu okkar Trúnaðarráðsmanna orðrétta. Þú getur síðan metið hvort viðbrögð Kristins við henni hafi verið réttmæt.Ég hef gert athugasemd við Kristinn um að ég geti ekki séð hvernig honum tókst að lesa út úr þessari tilkynningu að við værum að álykta um hans framboð. 

Hann hefur sent afsökunarbeiðni til Trúnaðarráðs.

Og til að gæta jafnræðis leyfi ég mér að láta Kristins fréttatilkynningu sem hann sendi mér í morgun með.

Fréttatilkynning frá Trúnaðarráði VR.

 Fundur trúnaðarráðs VR haldinn 15. febrúar 2009 unir niðurstöðu kjörstjórnar VR að veita mótframboði frest til hádegis þriðjudaginn 17. febrúar til að leiðrétta verulega ágalla, sem komu í ljós á framboðinu. Með þessu telur fundurinn að verið sé að öðru sinni að ganga eins langt og mögulegt er í að koma til móts við mótframboðið.

Sjá frétt á heimasíðu VR www.vr.is :

Frá kjörstjórn

Kjörstjórn VR hefur fjallað um álitaefni sem komu upp vegna framlagningar lista 4 stjórnarmanna og 82 trúnaðarráðsmanna við kjör til trúnaðarstarfa hjá VR 2009, sem borinn er fram af Ástu Rut Jónasdóttur o.fl.

Niðurstaða kjörstjórnar er eftirfarandi:

Framboðinu er gefinn frestur til kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 17. febrúar til að lagfæra þá ágalla sem á framboðinu eru. Það felur í sér að fyrir þann tíma verði lagður fram fullgildur framboðslisti með 4 kjörgengum frambjóðendum til stjórnar, 82 kjörgengum frambjóðendum til trúnaðarráðs, sem samtals 300 meðmælendur samþykkja.

Tilkynning frá Kristni.

Villandi VR fréttatilkynningar.

Í ljósi villandi framsettra fréttatilkynninga frá trúnaðarráði VR vil ég að eftirfarandi komi fram:

Að morgni 12. febrúar skilaði Kristinn Örn Jóhannesson, sem býður sig fram til formanns VR fyrir kjörtímabilið 2009-2011, fullnægjandi gögnum ásamt ósk um allsherjarkosningar. Kjörstjórn VR staðfesti svo lögmæti framboðsins skömmu eftir hádegi þann sama dag er framboðsfrestur var útrunninn.

Ég harma þau vinnubrögð formanns VR og trúnaðarmanna að senda frá sér upplýsingar um „gölluð" mótframboð gegn listum samþykktum á Nýársfundi með þeim hætti að illgreinanlegt, ef ekki ómögulegt að greina um hvaða framboð er að ræða. Sem fyrr segir hafa engar athugasemdir verið gerðar við lögmæti míns frjálsa framboðs til formanns VR. Svo virðist sem tilkynningar VR séu viljandi settar fram með þeim hætti að þær kasti rýrð á öll framboð sem fram hafa komið. Eru slík vinnubrögð í senn ódrengileg, óheiðarleg og þeim sem að standa til mikillar minnkunar. Hvaða heilindi standa að baki slíklum vinnubrögðum

Hildur Mósesdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 16:44

2 identicon

Sæll Björgvin. 

Hvaðan hefur þú þær upplýsingar að formaður VR hafi fengið lán hjá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf?

Ég vil benda þér á að kíkja á bloggið hjá Gunnari Páli þar ættir þú að geta leitað uppi svör hans við öllum þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar og þar á meðal yfirlýsingu um hlutabréfakaup þeirra hjóna.  http://gunnarpall.blog.is/blog/gunnarpall/

Hildur Mósesdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 16:55

3 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæl!

Í Morgunblaðinu var birtur listi yfir þá stjórnarmenn og yfirmenn Kaupþings,sem höfðu fengið lán til hlutabréfakaupa.Nafn Gunnars var þar á meðal.Ég sé á netinu,að Gunnar segir að nafn hans hafi ranglega verið á þessum lista.Ég tek það trúanlegt og bið Gunnar afsökunar á því að hafa haft hann fyrir rangri sök.

Með  kveðju

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 16.2.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband