Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Samfylking og VG vilja átak í viðhaldi hjá borginni
Samfylkingin og Vinstri græn lögðu fram ítarlega tillögu um átak í viðhaldsframkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða hf. á fundi borgarstjórnar í dag. Tilgangurinn er bregðast við alvarlegri stöðu og atvinnuleysi í byggingariðnaði. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að komist tillögurnar til framkvæmda geti skapast á þriðja hundrað ný störf við margs konar viðhaldsverkefni.
Tillagan byggir á áformum ríkisstjórnarinnar að endurgreiða virðisaukaskatts vegna viðhaldsvinnu við íbúðarhúsnæði að fullu og lagt er til að sú breyting nái einnig til opinberra bygginga. Þá er lagt til að viðhaldsverkefnum áranna 2012-2014 verði flýtt til að styrkja atvinnustig árin 2009-2011," segir Dagur í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum.
Dagur segir að tillögugerðin sé framhald vinnu og samráðs sem fram hafi farið við stéttarfélög og samtök í byggingariðnaði á vegum borgarstjórnarflokka minnihlutans. Sú vinna hafi haft að leiðarljósi að leiða fram raunveruleg svör og lausnir við þröngri stöðu í fjárhag Reykjavíkurborgar og á vinnumarkaði.
Fyrstu ávextir þeirrar vinnu birtust þegar við framlagningu fjárhagsáæltunar þar sem Samfylking og VG lögðu fram endurskoðaða forgangsröðun framkvæmda í þágu verkefna sem skapa myndu sem flest störf. Þetta hefur enn ekki verið gert," segir Dagur í tilkynningunni. (mbl.is)
Tillagan byggir á áformum ríkisstjórnarinnar að endurgreiða virðisaukaskatts vegna viðhaldsvinnu við íbúðarhúsnæði að fullu og lagt er til að sú breyting nái einnig til opinberra bygginga. Þá er lagt til að viðhaldsverkefnum áranna 2012-2014 verði flýtt til að styrkja atvinnustig árin 2009-2011," segir Dagur í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum.
Dagur segir að tillögugerðin sé framhald vinnu og samráðs sem fram hafi farið við stéttarfélög og samtök í byggingariðnaði á vegum borgarstjórnarflokka minnihlutans. Sú vinna hafi haft að leiðarljósi að leiða fram raunveruleg svör og lausnir við þröngri stöðu í fjárhag Reykjavíkurborgar og á vinnumarkaði.
Fyrstu ávextir þeirrar vinnu birtust þegar við framlagningu fjárhagsáæltunar þar sem Samfylking og VG lögðu fram endurskoðaða forgangsröðun framkvæmda í þágu verkefna sem skapa myndu sem flest störf. Þetta hefur enn ekki verið gert," segir Dagur í tilkynningunni. (mbl.is)
Fagna ber þessu framtaki Samfylkingar og VG. Mikið atvinnuleysi er hjá iðnaðarmönnum og því mikil þörf á því að auka atvinnu þeirra.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.