Ísland getur ekki orðið gjaldþrota

Þorvaldur Gylfason,hinn virti hafræðiprófessor,skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið fyrir stuttu. Þar leiddi hann rök að því að  ríki gæti ekki orðið gjaldþrota. Einstaklingar og  fyrirtæki gætu orðið gjaldþrota en ekki ríki.Hins vegar gæti ríki lent í vanskilum og jafnvel  lýst því yfir,að það gæti ekki greitt einhverjar skuldir.En  ríki héldi áfram að hala inn tekjur.

En ég tel,að Ísland eigi ekki að skuldbinda sig til .þess að greiða einhverjar erlendar skuldir,sem það ræður ekki við að greiða,t.d. Ivce save skuldirnar.Við eigum fyrst og fremst að greiða þær skuldir,sem ríkinu ber skylda til þess að greiða en aðrar ekki.Íslenska ríkinu ber ekki skylda til þess að greiða Ice save reikninga einkabanka.Ef Ísland af pólitískum ástæðum kýs samt að greiða eitthvað   af þessum  reikningnum verður það að vera innan viðráðanlegra marka.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Björgvin.

Stærsti hluti þeirra sem áttu inni hjá Icesave hafa þegar fengið greitt, ekki satt? Er ekki um seinan að tala um að ekki beri að greiða þessar innistæður?

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.3.2009 kl. 10:58

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

Nei það er eftir að greiða stærstan hluta reikninganna. Það verður ekki gert fyrr en búið er að selja eignir Landsbankans og sjá hvað fæst fyrir þær.Þá fyrst verður ljóst,eftir nokkur ár,hvað mikið verður ógreitt. Bretar vilja lána Íslendingum svo .þeir geti borgað strax. Ég tel það óráð. Vaxtakostnaður yrði mjög mikill og Íslandi  ber ekki skylda skv. ESB tilskipun að greiða þessa reikninga.

Kveðja

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 16.3.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband