Formaður Framsóknar ræðst á Samfylkinguna!

Formaður Framsóknar,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, réðst harkalega á Samfylkinguna  í ræðu í gær eða fyrradag. Hann sagði,að Samfylkingin væri loftbóluflokkur! Ekki veit ég hvað það er. Hann sagði,að  Samfylkingin hefði verið stofnuð á loftbólutímabilinu.Síðan hældi hann VG og sagði,að sá flokkur væri heiðarlegur og  segði alltaf satt! Þetta er  óskiljanlegur  málflutningur.Formaður Framsóknar getur ekki skammað Samfylkinguna fyrir að vera stofnaður á tímabili,sem hann kenniur við  loftbólur.Svona málflutningur er ekki sæmandi fiormanni í stjórnmálaflokki.Það er engin leið að botna í því hvað formaðurinn er að fara.Formaður Framsóknar getur heldur ekki haldið því fram,að forsætisráðherra,Jóhanna Sigurðardóttir,sé ekki heiðarlegur  stjórnmálamaður.Hún er svo sannarlega ekki síður heiðarleg en formaður og forustumenn VG.

Ég held,að ljóst sé að formaður Framsóknar  er að ráðast á Samfylkinguna vegna þess að hún snérist gegn tillögu Framsóknar um 20 % flatan niðurskurpð á skuldum. Jóhanna var heiðarleg og sagði ákveðna skoðun sína á tillögum Framsóknar.Ef hún  hefði slegið úr og í eða verið loðin í afsöðu hefði Framsókn ef til vill verið ánægðari. En Jóhanna er ekki þannig stjórnmálamaður.Hún er hreinskiptin og ákveðin í afstöðu sinni.Það er kostur en ekki galli.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loftbóluflokkur er flokkur sem skiptir um skoðanir í sífellu, sveiflast eftir skoðunarkönnunum og dægursveiflum.; Hefur ekkert ístað eða grundvallarsjónarmið til að standa á. Er erfitt að skilja það?

Ragnar (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:54

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

Ef þín skilgreining á loftbóluflokki er rétt þá held ég,að einhver annar flokkur en Samfylkingin verðskuldi þessa nafngift frekar.Hvaða flokkar hafa helst verið kenndir við hentistefnu á undanförnum árum og áratugum.Ég held,að mesti hentistefnuflokkurinn sé Sjálfstæðisflokkurinn.En félagshyggjuflokkarnir falla alltaf í þá sömu gryfju að fara að níða  hvern annan í stað þess að einbeita sér að höfuðandstæðingnum.

Kveðja

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 19.3.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband