Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Fjörugar eldhúsdagsumræður
Formenn stjórnmálaflokkanna skutu föstum skotum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöld. Þeir gagnrýndu afstöðu annarra flokka til breytinga á stjórnarskrá og aðgerða til bjargar heimilum og fyrirtækjum þegar þeir töluðu til kjósenda úr þingsalnum.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði meðal annars að flokkurinn hafnaði nýjum sköttum, skattar væru ekki á dagskrá Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði greiðsluaðlögunarlögin of þung í framkvæmd en flokkurinn vildi lækka afborganir húsnæðislána og lengja lánstímann á móti.
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, lagði áherslu á þau verk sem ríkisstjórnin hefði hrundið í framkvæmd en bætti við að nauðsynlegt væri að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu sem fyrst og taka upp evru. Auk þess þyrfti að tryggja betur jafnrétti kynja.
Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, fjallaði um tillögur flokksins í efnahagsmálum og vildi að komið yrði á uppboðsmarkaði með gjaldeyri. Hann sagði Framsóknarlfokkinn einan hafa lagt fram heildstæðar efnahagstillögur.
Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði að þjóðin myndi fara í gegnum erfiðleikana saman. Það yrði meðal annars gert með niðurskurði og skattahækkunum á þá sem mættu við að greiða hærri skatta.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði nauðsynlegt að tryggja eins mörg störf og hægt væri. Álver á Bakka og í Helguvík væru nauðsynleg, sömuleiðis að auka þorskkvóta um hundrað þúsund tonn. (ruv.is)
Jóhanna flutti áberandi bestu ræðuna.Hún lagði mesta áherslu á velferðina.Það kom vel fram í umræðunum hvað hún er orðin sterkur stjórnmálamaður.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.