Tekjur úr lífeyrissjóði eiga ekki að skerða lífeyri almannatrygginga

Það er verið að brjóta á launafólki,þegar lífeyrir almannatrygginga  er skertur vegna tekna úr lífeyrissjóði.Þegar samið var um stofnun lífeyrissjóða afsöluðu launþegar sér ákveðinni kauphækkun gegn því að fá lífeyrissjóð. Lífeyrir úr lífeyrissjóði átti að vera viðbót við lífeyri frá almannatryggingum. Það var aldrei gert ráð fyrir að tekjur úr lífeyrissjóði mundi skerða lífeyri almannatrygginga.Það eru hrein svik,að svo skuli gert,. Launþegar eru ekki að greiða í lífeyrissjóð alla sína starfsævi til þess að sæta síðan skerðingu á lífeyri,þegar þeir eiga loks að njóta lífeyrisgreiðslna.Launþegar eiga þann lífeyri,sem þeir hafa greitt í lífeyrissjóð og það mótframlag,sem atvinnurekendur hafa greitt á móti í lífeyrssjó.Stjórnvöld eiga  því ekkert með að skerða þennan lífeyri,þegar kemur að útgreiðslu. Þetta ranglæti verður strax að stöðva. Krafa launþega og eftirlaunafólks er skýr:  Afnám skerðinga vegna lífeyrissjóða strax.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lana Kolbrún Eddudóttir

Þakka þér fyrir góða grein, Björgvin, og öll fyrri skrif sem mitt heimilisfólk hefur lesið með athygli.

En hvað finnst þér um skerðingu lífeyris vegna fjármagnstekna ? Þessi nýju lög sem heimila Tryggingastofnun að skoða bankareikninga fólks og skerða lífeyrinn þegar fjármagnstekjurnar eru komnar upp fyrir 100.000 á ári ?

Á þessu heimili er t.d. verið að safna fyrir hjólastólabíl og væntanlegur eigandi hans varð fyrir miklu áfalli þegar kom í ljós að bankabókin góða, sem hefur borið háa vexti, kostar eigandann talsverða tekjuskerðingu við næstu álagningu.

Er ekki of langt seilst ?

Lana Kolbrún Eddudóttir, 9.4.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæl Lana Kolbrún!

Mér finnst alltof langt gengið í skerðingu lífeyris vegna fjármagnstekna.Ég hefi sett fram þá tillögu,að frítekjumark vegna fjármagnstekna ætti  að vera hið sama og vegna atvinnutekna,þ,.e. 100 þús. kr. á mánuði eða 1200 þús. á ári. Það er lágmark.

Með kveðju

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 9.4.2009 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband