Laugardagur, 9. maí 2009
Makleg málagjöld burðardýrs fíkniefna
Margir finna til með piltinum,sem situr í fangelsi í Brasilíu vegna tilraunar til þess að smygla miklu magni af kokaini.Víst er vistin ekki góð í fangelsinu í Brasilíu en ungi íslenski maðurinn sem þar situr er uppkominn og hlýtur að hafa vitað hvað hann var að gera.Hann ætlaði að smygla miklu magni af fíkniefnum til Evrópu og eitthvað af því hefði getað lent á Íslandi og við þurfum að hugsa um þau ungmenni hér og annars staðar sem hefðu getað orðið fórnarlömb fíkniefnanna.Þeir sem eru burðardýr og flytja fíkniefni milli landa þurfa að hugsa út ´það að þeir geta stuðlað að því að leggja líf marga ungmenna í rúst. Best er fyrir unga íslenska manninn í Brasíliu að gefa upp nöfn þeirra glæpamanna,sem fjármögnuðu för hans og þá fær hann mildari dóm. Það er ekkert unnt að gera í máli unda mannsins fyrr en hann hefur hlotið sinn dóm í Brasilíu. Það er alveg sama hvað mikið verður kveinað það verður að bíða dóms og sú bið getur verið löng. En þegar dómur hefur verið kveðinn upp er ef til vill unnt að fá piltinn framseldan til Íslands.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll!
Jú ég er fylgjandi því,að mannréttindi séu virt.Þess vegna er ég fylgjandi því,að fanginn verði framseldur til Íslands eftir að hann hefur hlotið dóm. Amnesti International þyrfti að beita sér fyrir lagfæringum á fangelsunum í Braslílíu svo mannréttindi séu virt þar.
Með kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 9.5.2009 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.