Þriðjudagur, 26. maí 2009
Ísland heldur auðlindum sínum við aðild að ESB
Margir andstæðingar aðildar Íslands að ESB hafa haldið því fram,að Ísland missti yfirráð yfir náttúruauðlindum sínum við aðild að ESB.Það er rangt.Auðlindanefnd Sjálfstæðisflokksins fjallaði um málið og sagði svo m.a. í áliti nefndarinnar: Niðurstaða undirritaðra er,að aðild að sambandinu muni ekki valda verulegum breytingum á málefnum er tengjast raforku,vatni,jarðvarma,olíu og gasi.Aðild að ESB hefði engin áhrif á yfirrráð Íslands yfir Drekasvæðinu.´
Til frekara öryggis er það tekið fram í tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við ESB ,að áskilið sé að Ísland haldi fullum yfirráðum yfir náttúruauðlindum sínum,þar á meðal fiskimiðunum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin og takk fyrir málefnanlega færslu.
Þú mátt endilega leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál, mv. stöðu þína hefur þú mjög víðtæka þekkingu á málefnum ESB og góða yfirýn á hugsanlegt umsóknarferli til aðildar að sambandinu.
En ég á mjög erfitt með að sjá það fyrir mér hvernig koma á í veg fyrir að erlendir, fjársterkir aðilar kaupi sig að þeim orkulauðindum sem við höfum yfir að ráða á landinu, þó svo forsjáin verði í höndum íslenskra ráðamanna. Eftir því sem mér skilst, þá gengur ESB út á jafnan aðgang aðildarríkja og þegna þeirra að mörkuðum og viðskiptatækifærum.
Svo langar mig að setja fram spurningu sem ég setti fram í bloggfærslu hjá mér og mér þætti gaman og fróðlegt að fá svar við, hvað sjá menn fyrir sér að Evrópusambandið fái út úr því að taka Ísland inn? Meira viðskiptalegt jafnvægi? það verður varla til við það eitt að ganga inn í ESB án verulegra afskipta stjórnar Evrópusambandsins og þar með afsali á fullveldinu, nema að ríkistjórn landsins náni sjálf tökum á ástandinu, sem ég hef fulla trú að að sé hægt, en það verður að gerast hvort sem er!
Rífum landið upp úr skítnum fyrst, það gerir það enginn fyrir okkur fyrir ekki neitt, og spáum svo í ESB!
Ásbjörn Kristinsson, 26.5.2009 kl. 09:33
Sæll Ásbjörn!
Það breytist ekkert varðandi yfirráð orkuauðlinda við aðild að ESB frá því sem er í EES.Með samþykkt orkulaga sl. vetur var frekari varnagli settur og bannað að selja orkuauðlindir sem eru í eigu ríkisins.Það sem mundi breytast er það,að erlendir aðilar gætu keypt hlut í íslenskum útgerðarfyrirtækjum.Þeir geta í dag keyp í úrvinnslufyritækjum fiskvinnslu en gætu eftir aðild einnig keypt í frumvinnslufyritækjum.Það er stefna ESB að taka öll Evrópuríki inn án tillits til þess hvort ESB hefur eitthvað út úr því eða ekki.Hins vegar er Ísland öflugt fiskveiðiland með miklai þekkingu á fiskveiðum og það eflir ESB að fá slíkt land inn.Ísland afsalaði sér hluta af fullveldi sínu með aðild að EES.Það breytist lítið við aðild að ESB.Þvert á móti fáum við þá aðild að stjórn ESB og undirbúningi tilskipana.
Það er gilt sjónarmið að koma okkar hlutum í lag áður en við sækjuim um aðild að ESB.
Kveðja
Bj örgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson, 26.5.2009 kl. 10:07
Sæll aftur Björgvin og takk fyrir gott og hnitmiðað svar.
Eftir standa samt sem áður áhyggjur mínar af ónýttum orkuauðlindum, sem ekki eru í eigu ríksins. Mínar persónulegu áhyggjur gagnvart ESB snúa meira að orkumálum og landbúnaði en fiskinum, því ég tel að þar séu sóknarfæri í náinni framtíð falin.
Á meðan krónan sem slík var okkar veikasti hlekkur hefði mín vegna mátt skoða aðild. En þegar efnahagskerfið í heild sinni er okkar veiki hlekkur, þá held ég að kröftunum sé betur varið við uppbyggingu innanlands heldur en að treysta á grasið hinu megin við lækinn, tel að aðildarumsókn sé ekki raunhæf fyrr en við höfum náð jafnvægi í efnahagsmálunum innanlands og áunnið tiltrú annarra ríkja. En það hafa sennilega margir meiri þekkingu á því en ég.
Ef á annað borð á að fara út í þessar aðildarviðræður og forðast á djúpstæðan ágreining meðal þjóðarinnar um þessi mál, verður að fara fram málefnanleg umræða frá báðum hliðum um það sem ESB tengist, mér hefur fundist skorta á eiginlegan rökstuðning fyrir aðild og mótrökum gegn þeim sem hafa lýst sig á móti aðildarumsókn og fagna því slíkri umræðu hér. Má þó einu gilda þó mönnum greini á og hafi misjafnar skoðanir á málinu.
kveðja,
Ásbjörn
Ásbjörn Kristinsson, 26.5.2009 kl. 10:26
Má ég spyrja þig Björgvin, hvaða hluta af fullveldi okkar var afsalað í EES samningi og hvaða hluta af fullveldi okkar þurfum við að afsala okkur við inngöngu í ESB. Ég vil mynna á að 'Island hefur einungis samþykkt ca. 6,5% af tilskipunum frá Evrópu.
Eggert Guðmundsson, 26.5.2009 kl. 16:14
Sæll Eggert!
Við aðild að EES samþykkti Ísland að taka yfir allar tilskipanir og reglugerðir ESB,sem varða fjórfrelsið og fleira.Í raun er það svo,að við verðum að lögfesta þessar tilskipanir hvort sem okkur ´líkar betur eða vel.Þær renna sjálfvirkt gegnum alþingi.Þetta kalla ég skerðingu á okkar fullveldi.Það versta er,að við sitjum ekki við stjórnarborðið þegar þessar tilskipanir eru ákveðnar.Úr því verður bætt við aðild.En við aðild fáum við ESB vald til þess að semja við aðrar þjóðir um viðskipti,t.d. fríverslun.En í dag getum við samið sjálf um slíkt við þriðja ríki.Hið sama er að segja um deilistofna í fiski.ESB annað samninga um þá.Fleira mætti nefna.
Með kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 26.5.2009 kl. 17:35
Kallar þú að hafa fullveldi, þegar þjóð missir sitt lögjafarvald og þarf að hlíta lögum annarra.
Eggert Guðmundsson, 26.5.2009 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.