Mánudagur, 22. júní 2009
LEB vill,að kjaraskerðing eldri borgara verði afturkölluð
Stjórn og kjaramálanefnd Landasambands eldri borgara (LEB) samþykkti á fundi sínum í dag,að óska eftir því við ríkisstjórnina að fyrirhuguð kjaraskerðing eldri borgara og öryrkja verði afturkölluð.Fram kemur í samþykkt stjórnarinnar,að það sé verið að ráðast á velferðarkerfið og sérstaklega eldri borgasra og oryrkja áður en skorið sé niður hjá öðrum. Tillögur um niðurskurð á yfirstandandi ári taka aðeins til almannatrygginga og vegagerðar og það á að skera niður almannatryggingar strax 1.júlí en óvíst er enn hvernig hagað verði niðurskurði vegaframkvæmda á þessu ári.LEB bendir á,að það sé verið að skera niðu laun eldri borgara og öryrkja á sama tíma og rætt sé um hækkun launa á hinum almenna vinnumarkaði. Þessu er harðlega mótmælt og bent á,að þetta sé brot á kosningaloforðum stjórnarflokkanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er skelfileg að sé verið að skera niður hjá þessum hópum.... En ég verð að leiðrétta þig varðandi Það þegar þú segir að verði sé að ráðast á eldri borgasra og oryrkja áður en skorið sé niður hjá öðrum..... Ég veit nú ekki betur en niðurskurður hjá ungum barnafjölskyldum sé svo mikill að þær séu í óðaönn að flýja land.... Húsnæðislánin helmingi hærri og það er fólkið sem var að kaupa á topp verði sl ár... Mikið af þessu fólki (ungu barnafólki) missti í ofanálag vinnuna og hefur hríðlækkað í launum þeir sem halda vinnu ennþá.... Fasteignamatið er komið upp úr öllu og það er jú barnafólkið sem þarf stærstu íbúðirnar...... Unga fólkið margt er nefnilega ekki að fá bara skerðingu... Að er búið alveg að kippa undan því grundvellinum til veru lengur í landinu.....
En vona að úr ykkar málum leysist sem og allra hinna :-) Ekki veitir okkur landanum að samstöðu!
Helga , 22.6.2009 kl. 14:52
Sæl Helga!
Ég er aðeins að tala um niðurskurð ´ráðuneyta og ríkisstofnana.En vissulega hefur unga fólkið orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu.ekki dreg ég úr því.
Bestu kveðjur
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 22.6.2009 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.