Verðbólgan 12,2%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,2% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 16,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,0% sem jafngildir 12,5% verðbólgu á ári.

Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní 2009 er 344,5 stig og hækkaði um 1,38% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 322,1 stig og hækkaði hún um 1,90% frá maí.

Áfengis- og tóbaksgjald auk gjalda á bensín og díselolíu voru hækkuð með lögum sem samþykkt voru 28. maí síðastliðinn. Þessar breytingar, að undanskilinni hækkun bensíngjalds, eru þegar komnar til framkvæmda og höfðu þær um 0,4% áhrif til hækkunar á vísitölunni nú.

Verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 7,8% (vísitöluáhrif 0,36%) og verð á áfengi og tóbaki um 9,8% (0,32%) og er það að hluta til vegna hækkunar gjalda. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,2% (0,17%).

Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 0,8% (-0,11%). Áhrif af lækkun markaðsverðs voru -0,07% en af lækkun raunvaxta -0,04%.

 

Björgvin Guðmundsson



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband