Mánudagur, 20. júlí 2009
Töpum ekki sjálfstæði við aðild að ESB
Andstæðingar aðildar Íslands að ESB reka nú harðan áróður gegn aðild og halda því m.a. fram,að Ísland muni tapa sjálfstæði sínu við aðild að ESB.Þetta er rangt. Ísland afsalaði sér nokkru af fullveldi sínu við aðild að Evrópska efnahagssvæðinu,þar eð þá varð Ísland að taka yfir tilskipanir og reglugerðir ESB.En lítið breytist í því efni við aðild að ESB.Þvert á móti fær Ísland sæti við stjórnarborð ESB,ef það gerist aðili að sambandinu og verður þá með í að móta og samþykkja tilskipanir og reglugerðir sambandsins.
Segja má,að þegar ríki gerist aðili að fjölþjóðasamtökum glati það ávallt nokkru af sjálfstæði sínu.Þetta gerðist þegar Island varð aðili að NATO og Sameinuðu þjóðunum og þetta gerðist við aðild Íslands að EES. En eftir sem áður er Ísland sjálfstætt ríki og hið sama er að segja um grannríki okkar,sem eru aðilar að ESB. Danir,Finnar,Svíar,Bretar og Írar halda sjálfstæði sínu þó þau séu aðilar að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin
Grasið er alltaf grænna hinumegin..
Enn með aðild af EB getur pólverjin komið til Island og unnið á 50% lægri launum enn islendigurinn.. löglegt.. DK hafði nokkura ára aðlögunar tíma til að hugsa um þetta og núna er hann búinn.. Núma koma þeir bara yfir landamærin á póslkum númeraplötum og vinna á hálfvirði.. og stéttarfélögin geta ekkert gert.. Bóndinn, smiðurin, verkamaðurinn og ymis fyrirtæki geta núna ráðið þetta fólk á lágum launum. pólverjin getur unnið hérna fyrir ca 70 kr í tíman á meðan lámarkslaun dansk verkamanna er ca 140 til 170 dkk í tíman.. og núna ganga danskir smiðir og eru atvinnulausir á meðan fyrirtækin ráða pólverja í staðinn.
Er þetta rétt hjá mér eða vitlaust Björgvin..
Sigurjón Páll Jónsson, 20.7.2009 kl. 13:20
Sæll Björgvin.
ESB apparatið er stanslaust að breytast og öll hefur breytingin gengið í þá átt að færa sífellt meiri og meiri völd til miðstýringar apparatsins í Brussel. Þangað sogast sífellt meiri og meiri völd. Lissabon sáttmálin er eitt af þeim stóru skrefum sem enn munu ganga í þessa átt.
Stefnan er leynt og ljóst að gera ESB að einu stóru sambandsríki, með sinn fána, sinn eigin þjóðsöng og sinn eigin forseta, sinn eigin her og eina utanríkismálastefnu.
Löndin verða svona einskonar fylki með sína alltaf valdaminni og valdaminni fylkisstjórnir og fylkisþing.
Þess vegna passar er alveg við hæfi að sá íslenski stjórnmálaflokkur sem öllu virðist vilji fórna til að koma okkur þangað inn skuli heita Samfylkingin. Mér finnst reyndar að þeir ættu að bæta aðeins framan við nafnið sitt og kalla sig "ESB - Samfylkingin" því ESB rétttrúnaðurinn er nánast þeirra eina erindi í íslenskum stjórnmálum í dag.
Ég bý nú á Spáni og Spánverjar eru nú frekar hlynntir ESB apparatinu, enda finnst þeim allt betra en Frankó tímabilið og kúgunin undir því einræði. En þetta er samt að breytast hér þeim finnst þeir ekkert hafa grætt á að taka upp Evruna og hér ar atvinnuleysi orðið 20% og atvinnulífið við frostmark.
Áður bjó ég í Bretlandi og þeir voru og eru mjög óánægðir með ESB og sérstaklega þessa sífelldu þróun í þá átt að þeir eru að missa sjálfstæðið og völdin yfir til skrifræðis báknsins í Brussel, sem þeim finnst afleitt en þeir geta litlu breytt og eru þeir þó stórveldi. Þannig upplifir fólki að það ráði engu, lýðræðið er tekið frá þeim.
Ísland hefði nánast enginn áhrif inni í þessu apparati og mjög lítinn ávinning en mjög margt sem myndi verða mótdrægt okkar hagsmunum. Við hefðum kanski álíka eða minni völd og við höfðum þegar við vorum undir dönum á einveldistímanum, því við danska Cansellíið unnu alltaf einn og einn íslenskur embættismaður sem voru velvijaðir sinni eigin þjóð og reyndu því oft af veikum mætti að pota hér einhverjum málum Íslands til betri vegar en oftast með engum eða sára litlum árángri.
Ég tel að eins og ESB er orðið og eins og það er að þróast þá sé það beint tilræði við opið frjálst vestrænt lýðræði og sé að þróast í átt til ekki ósvipaðs óskapnaðar og kommúnisminn í Sovéttinu varð á endanum.
Bæði ESB apparatið og Sovéttið áttu að skapa hið fullkomna samfélag fólksins sem það ætlaði að þjóna, með nefndum og sérfræðingaráðum og her embættismanna með mikil hlunnindi og ofur laun.
Alveg eins og í Sovéttinu er enginn alvöru stjórnarandstaða innan ESB apparatsins.
Það er bara annaðhvort Commízaraklíkan sem öllu ræður og kóar öll saman í einum kór eða bara hreinir andófsmenn eins og nokkrir þingmenn á ESB þinginu sem er nú samt eiginlega algerlega valdalaus stofnun og svo svona einn og einn hugrakkur leiðtogi eins og Klaus forseti Tékklands sem mátti sitja undir hótunum æðstu embættismanna Sambandsins þegar honum ofbauð valdhrokinn og lýðræðisleysið.
Nei Björgvin það yrðu stærstu mistök gjörvallrar Íslandssögunnar ef við gengum inní þetta upprennandi og ólýðræðislega STÓRRÍKI EVRÓPU !
Gunnlaugur I., 20.7.2009 kl. 13:50
Sigurjón Páll!
Pólverjar geta komið hingað án atvinnuleyfa vegna aðildar okkar að EES.Það breytist ekkert við aðild að ESB.Á sama hátt geta Íslendingar unnið alls staðar á EES svæðinu án atvinnuleyfa.Það er verkalýðsfélaga og yfirvalda að gæta þess,að ekki sé ráðið fólk í vinnu hér á lægri töxtum en umsömdum lágmarkstöxtum.
Með kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 20.7.2009 kl. 14:42
Björgvin, nýlega tapaði sænska ríkið og sænsku verkalýðsfélögin stóru máli gagnvart litháiísku fyrirtæki sem hafði fyrir nokkrum árum verið með lægsta tilboð í skólabyggingu í Svíþjóð og því fengið verkið, þeir réðu síðan iðnaðarmenn og verkamenn frá Litháen til verksins á töxtum sem voru langt, langt undir töxtum sænsku verkalýðsfélaganna. Þetta var líka mjög ósanngjarnt gagnvart þeim sænsku fyrirtækjum sem boðið höfðu í verkið og unnu eftir reglum og samningum við sænsku verkalýðsfélögin.
Verkalýðshreyfingin fór í dómsmál og vann málið fyrir innanlands dómstólum í Svíþjóð en þá var því bara áfríjað til ESB dómstólsins sem nú ekki fyrir löngu dæmdi þveröfugt.
Litháíski byggingarverktakinn var dæmdur í fullum rétti allt hinu dýrðlega fjórfrelsi sambandsins til dýrðar.
Við eigum kanski von á tyrkneskum sjómönnum hingað á fiskiskipaflotann okkar ef við göngum inn, þeir verða þá á tyrkneskum töxtum sem eru svona eins og 200 evrur á mánuði fast. Hvar yrði ASÍ forystan þá sem er nú reyndar þegar gengin fyrir ESB björgin.
Svíjar hafa einnig af ESB dómstólunum verið pýndir til að láta einkavæða leiguhúsnæði sem haldið hefur verið úti af bæjarfélögum og félagsþjónustunni í áratugi og verið fyrir efnalítið fólk og öryrkja í og aðra þá sem hafa orðið illa úti.
Sænska Ríkið barðist í mörg ár við ESB dómstólana til þess að þurfa ekki að ganga svona gegn sænska velferðarkerfinu, en tapaði loks málinu á síðasta ári.
Er þetta að vera sjálfstætt ríki og ráða sínum málum að vera ofurselt tilskipunum og ofur dómstólum þessa fjarlæga og andlitslausa apparats í Brussel.
Ég segi NEI TAKK !
Nú hefur þetta verið einkavætt að kröfu ESB apparatsins og selt til stórbraskara fyrirtækja á sviði húsnæðisgeirans.
Afleiðingin er stórhækkun leigunnar og nú er enginn miskunn fátækt fólk sem ekki getur staðið í skilum er nú borið út í umvörpum. Allt í nafni ESB frelsisins.
ESB apparatið er ekki lýðræði fyrir fólkið.
ESB apparatið er lýðræði stórkapitalsins til þess að fara sínu fram og nýðast á fólkinu í nafni staðlaðs frelsis og drepa niður raunverulegt einstaklingsfrelsi og einkaframtak smárekstrarins miskunnaralaust með reglugerðarskógji til þess að hinir stóru geti dómerað og ýtt smá rekstrinum útaf borðinu af því hann hefur ekki bolmagn til þess að þjóna skrifræðinu.
Þetta er helsi en ekki frelsi.
Ég gæti nefnt þér hundrað dæmi til viðbótar yfir heimskupörum og ófrelsi ESB valdsins, en geri það ekki í þetta skiptið.
En þessi tvö dæmi hér ættu að sýna gömlum og góðum jafnaðarmanni eins og þér að þetta frelsi er ekki í anda neinnrar félagshyggju eða jöfnuðar.
Gunnlaugur I., 20.7.2009 kl. 16:43
Sæll Björgvin.
Hvað er þetta ég ætlast nú ekki til þess að þú byrtir þetta en ætlarðu virkilega ekki að byrta athugsemd mína númer 2 við þetta blogg. En ég ætið verið málefnalegur á þinni bloggsíðu og virt þín sjónarmið þó við höfum ekki alltaf verið sammála, sérstakelga ekki í ESB málunum. En þú myndir setja virkilega mikið niður ef þú leyfir ekki athugasemd minni númer tvö að koma hér fram.
Með kærri kveðju.
Gunnlaugur I., 20.7.2009 kl. 21:33
Sæl aftur
Rétt hjá þér... en þetta er æöglegt núna samkvæmt EB samningi.. og stéttarfélögin geta ekkert gert því EB er búin að gera lögin svona að Pólverjin getur komið til DK á sínum pólsku launum löglegt.. og fyrir 3 mánuðum síðan var þetta ekki svona.. Jú þeir gátu einfaldlega fengið atvinnuleifi en á dönskum kjörum.. ca 140 kr... allt annað var ólöglegt.. Enn núna geta þeir komið og unnið á .eirra kjörum.. ca 70 kr.. og er það ekki að brjóta niður það sem atvinnufólk hefur barist fyrir í mörg hundruð ár. launin eiga að fara upp og ekki niður.. ps.. atvinnuleisisbæturnar hérna eru hjá dana til að bara geta lifað af. er 92 Dkk... enn pólverjin þarf ekki að borga skatt hérna.. heldur pólskan skatt.. og getur því löglega unnið fyrir 70 kr...
Kannaðu málið... þessu var breitt hérna fyrir 3 mánuðum síðan.. ca.. enn danmörk hefur vist þetta í nokkur ár... því þeir fengu bara aðlögunar tíma.. þeir gátu ekki barist á móti EB vegna þessa..
'eg er ekki að tala um að fá atvinnuleifi.. það hefur alltaf verið hægt.. á okkar kjörum.. en núna er búið að brjóta þessi kjör niður..
svona lítur þetta út fyrir 3 mánuðum síðan:
Danskur verkamaður = 140 til 180 kr /t
Pólskur verkamaður = 100 til 140 kr/t
'i dag:
Danskur verkamaður 140 til 180 Dkk /t
pólskur verkamaður 70 til 100 kr/t löglegt samkvæmt EB samningi um að frítt kunna vinna innan EB.
Eingin maður í norðurlöndunum getur lifað eða sætt sig við þetta.
Sigurjón Páll Jónsson, 20.7.2009 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.