Verður ávinningur að því fyrir Ísland að ganga í ESB?

Mikil umræða á sér nú stað um ESB vegna aðildarumsóknar Íslands.M.a. hefur RUV verið  með ágæta fræðsluþætti um málið.Hver er aðalávinningur Íslands af aðild að ESB?

Í tollamálum er ávinningurinn lítill,þar eð EES samningurinn var svo hagstæður okkur að við fengum nær fullt tollfrelsi fyrir sjávarafurðir okkar á markaði EES.Það eru aðeins örfáar afurðir,sem ekki njóta í dag tollfrelsis og bætast við ef við göngum inn. En í dag getum við selt fryst fiskflök  og ferst flök tollfrjálst til ESB og raunar flestar mikilvægustu sjávarafurðir okkar.En það munar um allt í þessu efni og við fáum tollfrelsi fyrir þær afurðir,sem útaf standa.Við aðild að ESB verðum við aðilar að tollabandalagi ESB,sem þýðir,að Ísland verður að sæta ytri tolli ESB.Þetta getur þýtt lítils háttar tollahækkanir gagnvart Íslandi en ekkert sem verulegu máli skiptir.

Við aðild að ESB verður Ísland að taka upp meiri aga í efnahags-og peningamálum en verið hefur.Það getur gert okkur gott og aukið stöðugleika í þjóðfélaginu.Við munum stefna að aðild að Myntbandalagi Evrópu og upptöku evru,ef við göngum inn en það tekur tíma. Væntanlega getur Ísland fengið bráðabirgðafyrirkomulag í gjaldeyrismálum á meðan beðið er upptöku evru. Væntanlega verður unnt að koma á samstarfi Seðlabanka Íslands við Seðlabanka Evrópu sem getur styrkt krónuna. Og ef til vill verður unnt að fá hraðferð að upptöku evru.(Meira síðar)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er rétt hjá þér Björgvin að það er nánast enginn ávinningur fyrir sjávarútveginn vegna niðurfellinga á tollum á sjávarfangi en það er ekki rétt að það sé vegna þess að EES samningurinn hafi verið svo góður. Við höfðum allar þessar tollaniðurfellingr löngu fyrir þann samning vegna samninga sem gerðir voru við lok þorskastríðana, svokallaða "bókun 6" sem var tvíhliða samningur við ESB og var mjög góður.

Þeir sem gerðu EES samninginn töldu sér þetta allt til tekna. Sannleikurinn er sá að ávinningurinn við EES var mjög lítill og sumt af því sem tekið var upp í fjórfrelsinu varð einmitt til þess að íslensku einkabankarnir gátu gengið fram með þeim hætti sem kostaði hrunið.

Þessi umfjöllun RÚV um ESB er mjög hlutdræg gagnvart ESB. Illa unnin og ekkert faglegt þar á ferðinni.

ESB apparatið og ískyggileg þróun þess er eitthvert mesta tilræði við opið og frjálst vestrænt lýðræði, síðan Sovét kommúnisminn leið undir lok. 

Gunnlaugur I., 25.7.2009 kl. 12:41

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

Við fengum tollfrelsi fyrir fersk flök með EES samningnum. Þessi flök gleymdust við bókun 6.

Kveðja

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 25.7.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband