Föstudagur, 28. ágúst 2009
Vilja að forseti synji um staðfestingu á Ice save
Ábyrgðarmenn vefsíðunnar kjosa.is ætla að óska eftir fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands í kjölfar samþykktar Alþingis á frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna.
Hátt á fjórða þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til forsetans þess efnis að synja staðfestingu laga um ríkisábyrgð og gefa almenningi kost á að útkljá málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Á fundinum með forsetanum ætla forsvarsmenn kjosa.is að ræða hvar og hvenær afhending áskorunarinnar geti farið fram.
Í yfirlýsingu hópsins segir að samkomulag meiri hluta alþingismanna í icesave-deilunni kunni að vera góðra gjalda vert. Hins vegar verði ekki litið framhjá því að úti í samfélaginu ríki enn mikið ósætti og djúpstæður ágreiningur um málið. Nauðsynlegt sé að gera almenningi mögulegt að jafna þann ágreining og ná sátt um málið með lýðræðislegum hætti. Leiðin að því marki sé vörðuð í stjórnarskrá Íslands
Ólíklegt má telja,að forseti synji staðfestingar.Ef þingið hefði ekki lagfært málið og sett fjölda fyrirvara við ríkisábyrgðina þá hefði orðið mikil ólga í þjóðfélaginu og ef til vill verið grundvöllur fyrir íhlutun forseta. En með breytingu sem þingið gerði á málinu og breiðri samstöðu sem náðist er allt málið gerbreytt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eins og þessi erfiðu mál snúa að okkur þá var þetta skásta lausnin. Sigurður Líndal kvað okkur vera sigraða þjóð sem gætummekki gert neitt annað en að samþykkja þessar íþyngingar.
Við verðum að sætta okkur við þessa niðurstöðu en skulum minnast þess hvernig þetta gat orðið. Þessi hrikalegu vandræði má skrifa á Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn enda var ótrúleg léttúð að afhenda yfirráð ríkisbankanna ævintýramönnum og bröskurum sem reyna að komast hjá að bera neina ábyrgð.
Það kemur því úr hörðustu átt að þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna reyni að tefja fyrir endurreisn Íslands sem hefjast verður ekki seinna en strax!
Við erum í svipaðri stöðu og Þjóðverjar vorið 1945 eftir að þeir höfðu tapað tveim heimsstyrjöldum. Í Mið-Evrópu varð gríðarmikil breyting og strax varð ljóst að Þjóðverjar voru langt því frá að leggja árar í bát. Þeir undirgengust miklar þrengingar og drógu góðan lærdóm af þeim mistökum sem þeir vandræðamenn sem skildu allt samfélagið eftir í rúst.
Með ráðdeildarsemi og mikillri hagsýni leið ekki langur tími að þeir snéru nánast öllu samfélaginu við. Þeir efldu lýðræðið, settu sér mjög framsýna stjórnarskrá þar sem allt samfélagið á að mótast með samfélagslegri ábyrg. Endurreisnin gekk eftir, mikli uppbygging var í samfélaginu vestan Járntjaldsins og nú er litið til Þýskalands víða um heim með aðdáun. Á þeim bæ hefur verið unnið mjög vel með ráðdeild og hagsýni.
Eigum við ekki að taka okkur Þjóðverja okkur til fyrirmyndar? Margt mælir með því! Eða eigum við að festa okkur í eymdinni? Þá skulum við aumkast yfir örlögum okkar og þá er kannski eins gott að finna sér snæri og bregða um háls sér. Vonandi verður ekki svo hjá neinum sem vill skoða málið til enda.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 28.8.2009 kl. 19:21
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur bera náttúrulega ábyrgð á því hvernig var staðið að einkavæðingu bankanna. En Samfylkingin og undanfari hennar geta tæpast svarið það af sér að hafa komið okkur inn undir hjá ESB með EES aðild. Og var það ekki einmitt vegna þeirrar aðildar sem það þurfti að einkavæða hér alla skapaða hluti....? Og svo fór nú samfylkingin með utanríkismál og viðskiptamál í eitt og hálft ár á meðan stofnað var til Icesave reikninganna, þannig að hún er ekki stikkfrí í þessu frekar en að hafa veitt viðtöku styrkjum frá Baugi og fleirum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið, jafnvel þó að maður heiti Samfylking......
Ómar Bjarki Smárason, 29.8.2009 kl. 01:27
Sæll Ómar Bjarki!
Það er rétt,að Samfylkingin ( Alþýðuflokkurinn) ber ábyrgð á því að við gerðumst aðilar að EES.En það var ekki þess vegna sem bankarnir voru einkavæddir. Það var vegna einkavæðingarstefnu Sjálfstæðisflokksins.EES gerði aðeins kröfu til samkeppni en það hefði mátt láta það duga að breyta bönkunum í hlutafélög þó ríkið ætti allt hlutaféð og reka bankana síðan á samkeppnisgrundvelli án þess að þeir færu að stunda gróðabrall og útþenslustefnu úti í heimi sem setti þá á hausinn.
Með kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 29.8.2009 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.