Sunnudagur, 6. september 2009
Frömdu stjórnvöld mannréttindabrot á eldri borgurum og öryrkjum?
Ísland er aðili að mannréttindasáttmálum hjá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuráðinu.Ragnar Aðalsteinsson hrl. hefur verið að kanna fyrir Öryrkjabandalag Íslands hvort ríkisstjórnin hér hafi brotið mannréttindi á öryrkjum og eldri borgurum með því að skerða lífeyri þeirra 1.júlí sl. og um sl. áramót.Ragnar hefur skilað áliti sínu en það hefur ekki verið birt opinberlega.Í viðtali við Fréttablaðið sagði Ragnar,að áður en stjórnvöld gripu til aðgerða gegn lífeyrisþegum í formi skertra réttinda ættu þau að kanna allar aðrar leiðir. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í málum lífeyrisþega 1júlí sl. og um áramót fólu í sér afturför réttinda lífeyrsþega og í mannréttindasáttmálum er tekið mjög strangt á slíkum aðgerðum.
Ég tel mjög líklegt,að ríkisstjórnin hafi framið mannréttindabrot á lífeyrisþegum með aðgerðum sínum 1.júlí og um áramót.Félags-og tryggingamálaráðherra stóð ekki að aðgerðunum gegn lífeyrisþegum á þann hátt,sem mannaréttindasáttmálar gera ráð fyrir.Það var ekki kannað fyrst ítarlega hvort unnt væri að grípa til annarra ráðstafana í sparnaðarskyni en að skera niður lífeyri lífeyrisþega.Þvert á móti var byrjað á því að ráðast á kjör lífeyrisþega,sennilega vegna þess að það er fjótlegt að skera niður kjör þeirra.Það vakti athygli,að áður en nokkuð annað var skorið niður var ráðist á kjör aldraðra og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ÉG FAGNA ÞESSU BJÖRGVIN MARGIR LÍFEYRISÞEGAR VERÐA VELJA Á MILLI ÞESS AÐ LEISA ÚT LYFIN SÍN EÐA KAUPA Í MATINN, ÞETTA ER ALGJÖR HRILLINGUR, ÉG NENNI EKKI AÐ TALA UM RÍKISSTJÓRNINA, ENDA VITA ALLIR HVERNIG HÚN ER.
Eyjólfur G Svavarsson, 6.9.2009 kl. 11:51
Sæll Eyjólfur!
Já ég veit hvernig ástandið er.Ég tel,að það sæe mannréttindabrot hvernig búið er að lífeyrisþegum hér á landi.
Með kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 6.9.2009 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.