Álfheiður verður heilbrigðisráðherra

Álfheiður Ingadóttir verður heilbrigðisráðherra í stað Ögmundar Jónassonar.Það var samþykkt á þingdlokksfundi VG sl. nótt. Jafnframt var samþykkt á fundinum að veita Steingrími J.Sigfússyni fullt umboð til þess að ganga frá Ice save málinu á þann hátt sem ríkisstjórnin ráðgerir. Þar með hefur Jóhanna náð því markmiði sínu að ríkissstjórnin og þingflokkar stjórnarflokkanna standi einhuga að baki henni í Ice save málinu. Jóhanna sagðist ekki vilja fara með málið galopið inn á þingið. Hún vill fara með ákveðna tillögu inn sem ríkisstjórn og stjórnarflokkar standi fast á bak við og fái samþykktar.Með því verklagi telur hún möguleika á því að rjúfa tengslin milli Ice save og AGS.Hún leggur áherslu á,að AGS afgreiði strax lánin til Islands.

Deila má um hvort verklag Jóhönnu sé það rétta. Ögmundur vildi fara með málið opið inn á þingið og freista þess að fá þverpólitíska samstöðu um lokalausn.Ég tel,að ástandið 'í þjóðfélaginu sé þannig nú,að ekki sé tími til þess að láta Ice save málið veltast þar vikum og jafnvel mánuðum saman.Það verður að keyra málið í gegn og spara tíma. Ef stjórnarandstaðan hefði sýnt ábyrgðartilfinningu hefði öðru máli gegnt en svo er ekki.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Álfheiður verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það var mikið áfall að missa Ögmund

Sigurður Þórðarson, 1.10.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband