Fimmtudagur, 1. október 2009
Aldraðir og öryrkjar eiga að vera undanskildir niðurskurði
Eiga aldraðir og öryrkjar að taka a sig byrðar eins og aðrir í þjóðfélaginu,þ.e, taka á sig niðurskurð. Ég segi nei. Aldraðir og öryrkjar eiga að vera undanþegnir niðurskurði.Þeir eru ekki aflögufærir.Þessir lífeyrisþegar eru ekki ofhaldnir af því,sem þeir hafa.Það verður að afturkalla kjaraskerðingun 1.júlí sl.
Lífeyrir aldraðra og öryrkja er ígildi launa verkafólks,sambærilegur launum á almennum vinnumarkaði.Þegar laun verkafólks verða lækkuð má ræða lækkun a lífeyri,launum aldraðra og öryrkja,fyrr ekki.En það er ekki verið að lækka laun verkafólks nú. Nei,það er verið að hækka laun. Þau hækkuðu 1,júlí og aftur 1,nóv. Lífeyrisþegar eiga rétt á sambærilegri hækkun.Fyrir því er hefð og það er einnig lögbundið.Allan tímann sem íhald og framsókn stjórnuðu fengu lífeyrisþegar hækkun þegar laun hækkuðu.
Því er haldið fram,að lífeyrir hafi hækkað meira en laun. Það er rangt.1.feb. 2008 fengu launþegar 16% kauphækkun. Þá hækkaði lífeyrir um 7,4%,aðeins um tæplega helming kauphækkunarinnar.Það var ekki fyrr en 1,sept, sama ár,að þetta var leiðrétt að hluta en þá var lágmarksframfærsla ákveðin 150 þús. fyrir skatt og 130 þús. eftir skatt. Aðeins fáir ellilífeyrisegar fengu þá hækkun en alls eru ellilífeyrisþegar 30.000.Ríkssstjórnin lofaði að verja velferðarkerfið. Hún verður því að hækka lífeyri aldraðra og afturkalla kjaraskerðinguna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.10.2009 kl. 14:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.