Fimmtudagur, 1. október 2009
Greiðsluverkfall hófst í dag
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna telur að stjórnvöld hafi ekki gengið nógu langt til hjálpar skuldsettum heimildum og tillögurnar sem kynntar voru í gær séu ófullnægjandi. Greiðsluverkfallið sé því hafið.
Þórður B. Sigurðsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir að fyllsta ástæða sé til þess að óska landsmönnum til hamingju með daginn þar sem fyrsta greiðsluverkfall sögunnar sé skollið á. Það sé mikilvægt skref í kjarabaráttunni. Stjórnin sé að fara vandlega yfir tillögur stjórnvalda og láti í sér heyra fljótlega. (mbl.is)
Vonir stóðu til,að nýjustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi skuldavanda heimilanna mundu koma í veg fyrir greiðslverkfallið. En svo er ekki. Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna telur aðgerðir stjórnarinnar ekki nægar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.