Velferðarkerfið skorið niður

Samkvæm  fjárlagafrumvarpinu fyrir 2010 er mikill niðurskurður í velferðarkerfinu.Heilbrigðiskerfið er skorið svo mikið niður að segja verður upp fleiri hundruð manns á Landsspítala,Háskólasjúkrahúsi.Og almannatryggingar eru skornar verulega niður,allar lífeyristryggingar,ekki aðeins lífeyrir aldraðra og öryrkja heldur einnig barnalífeyrir og fleiri þættir í almannatryggingakerfinu.Þessi niðurskurður lífeyris aldraðra og öryrkja er mjög alvarlegur þar eð hér er um laun lífeyrisþega að ræða. Þau eru lækkuð á sama tíma og laun verkafólks eru hækkuð.Í fyrsta sinn í sögunni er grunnlífeyrir nú skertur vegna lífeyrissjóðstekna og það svo mjög,að grunnlífeyrir þurrkast út hjá mörgum bótaþegum.Ríkisstjórnn lofaði að verja velferðarkerfið. Hún hefur ekki staðið við það. Hún lofaði að koma hér á norrænu velferðarkerfi. Hún hefur ekki staðið við það.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband