Skammarleg framkoma þingmanns Verkamannaflokksins breska

Lilja Mósesdóttir,þingmaður VG hefur skýrt frá því  að þingmaður Verkamannaflokksins,sem var samtímis henni á þinginu í Strassbourg, hafi talað mjög niðrandi um Ísland við hana og sagt,að Ísland kæmi á hnjánum að leita aðildar að ESB og Ísland fengi ekki aðild að ESB ef landið gerði ekki fyrst upp Ice save.Lilju líkaði að vonum málflutningur og framkoma breska þingmannsins mjög illa og segir að hún hafi haft mikil áhrif á afstöðu hennar til ESB. Áður hafi hún verið fremur hlynnt aðildarviðræðum að ESB en nú hefði hún mun neikvæðari afstöðu til ESB en áður.

Ég er ekki hissa á afstöðu Lilju Mósesdóttur eftir framkomu breska þingmannsins. Þessi frásögn hefur svipuð áhrif á mig. Ef það kemur í ljós,að ESB blandi Ice save inn i aðildarumsókn Íslands að ESB verðum við að endurskoða afstöðu okkar til ESB. Við getum ekki sætt okkur við framkomu breskra þingmanna eins og þeirrar,sem Lilja  lýsir. Við getum ekki sætt okkur við framkomu forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga Verkamannaflokksins í garð Íslendinga.Bretland og ESB verður að sýna jákvæða afstöðu til Íslands ef Ísland á að ganga í sambandið.Ekki má dæma alla breska þingmenn eftir þeim eina,er talaði í Strassbourg. En mér segir svo hugur,að fleiri séu sama sinnis og eftir höfðinu dansa limirnir.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband