Kaupmáttur minnkar um 11,4% næsta ár

Reiknað er með 11,4% samdrætti ráðstöfunartekna árið 2010 en kaupmáttur þeirra aukist á nýjan leik frá árinu 2012 samkvæmt nýrri þjóðhagsáætlun forsætisráðuneytisins. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann mun þá hafa dregist saman um nærri fjórðung og vera í árslok 2011 álíka mikill og árið 2001.

 

Í tilkynningu um áætlunina segir að efnahagsstefnan sem nú er fylgt mótast af þeim miklu erfiðleikum sem við er að glíma í íslensku efnhagslífi og byggist á tveimur meginþáttum. Annars vegar að koma Íslandi út úr dýpstu efnahagskreppu seinni ára eins fljótt og auðið er á forsendum norræns velferðarsamfélags. Hins vegar að koma í veg fyrir að slíkt áfall geti dunið yfir á nýjan leik.

 

Hagkerfið hefur sýnt gríðarlega aðlögunarhæfni á því ári sem liðið er frá falli bankanna. Þrátt fyrir að veiking krónunnar hafi valdið mörgum fyrirtækjum og heimilum búsifjum þá bætir lágt raungengi samkeppnishæfi þjóðarbúsins svo um munar. Af því leiðir að vöruskipti hafa verið jákvæð frá því í september 2008 og þjónustujöfnuður var jákvæður á öðrum ársfjórðungi 2009.

 

Áhættuálag á íslenskar fjáreignir hefur lækkað hratt og skuldatryggingarálag á ríkissjóð er nú aðeins um þriðjungur þess sem það var í ársbyrjun. Allir þessir þættir, ásamt hraðlækkandi verðbólgu á síðustu mánuðum ársins, munu mynda undirstöður fyrir aukinn stöðugleika og hagvöxt til framtíðar.

 

Í ljósi gríðarlegs samdráttar innlendrar eftirspurnar hefur ríkissjóður verið rekinn með verulegum halla á yfirstandandi ári.(visir,is)

 

Þetta er gríðarlega mikil kjaraskerðing og erfitt fyrir verkafólk að taka hana á sig.Enn meiri kjaraskerðing er hjá þeim sem missa vinnuna og eru atvinnulausir. Gera verður allt sem mögulegt er til þess að auka atvinnu og koma atvinnulausum aftur út á vinnumarkaðinn.

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband