Jóhanna gagnrýnir Breta og AGS harðlega

Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og bresk og hollensk stjórnvöld harðlega fyrir að tefja fyrir efnahagsbata á Íslandi í breska blaðinu Financial Times.

Forsætisráðherra, segir í skriflegu svari við spurningum Financial times, að það sé óásættanlegt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi tafið endurskoðun efnahagsáætlunarinnar mánuðum saman. Endurskoðunarinnar sé krafist til þess að Íslendingar geti fengið þau lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem lofað hafi verið.

Jóhanna gagnrýnir jafnframt Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, fyrir ákvörðun hans fyrir ári síðan að beita hryðjuverkalögum til að frysta eigur Íslendinga. Þetta hafi orðið til þess að dýpka kreppuna á Íslandi og skaða samskipti milli tveggja ríkja Atlantshafsbandalagsins. „Að stimpla vini sína og bandamenn til langs tíma sem hryðjuverkamenn er eitthvað sem við munum varla gleyma. Það særir," er haft eftir Jóhönnu.

Þá sagði Jóhanna að það væri ósanngjarnt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Norðurlöndin skilyrtu lán sín til Íslendinga við lausn á Icesave deilunni. Hún vonaðist þó til að endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins yrði tekin fyrir á næstu vikum.

Þá sagði Jóhanna að bresk og hollensk stjórnvöld gætu ekki þvegið hendur sínar af því gallaða reglugerðaverki sem leiddi til þess að það fór sem fór hjá Landsbankanum í Bretlandi og Hollandi. (visir)

Ég tek undir hvert orð Jóhönnu. Framkoma Breta og Hollendinga við Íslendinga er til skammar og Íslendingar munu seint gleyma því að Bretar settu Ísland á bekk með hryðjuverkamönnum.Framkoma AGS er einnig til háborinnar skammar og brot á starfsreglum sjóðsins.

 

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér fannst Jóhanna komast vel að orði og ræða henni til mikils sóma. Kannski hefði hún mátt benda á, að Bretar hefðu einnig átt að gera ráðstafanir gegn falli útibús Lehmann Brothers bankanum í Bretlandi.

Sennilega er þetta áráðursbragð hjá bragðarefnum Brown að lýsa yfir gildi breskra hermdarverkalaga gagnvart Íslendingum. Það verður erfitt fyrir Breta að krefja Íslendinga um ábyrgð en sleppa á sama tíma ábyrgð bandaríkjastjórnar á Lehmann Brothers. Er „glæpur“ okkar meiri en hinna?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.10.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband