Þriðjudagur, 6. október 2009
Guðfríður Lilja gekk of langt
Það vakti mikla athygli sl. sunnudag,þegar Guðfríður Lilja formaður þingflokks VG gagnrýndi Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórnina harðlega í Silfri Egils.Hún var að koma vini sínum Ögmundi Jónassyni til varnar og í leiðinni réðust hún að ríkisstjórninni með harðri gagnrýni. Þetta gengur ekki í samstarfi tveggja flokka í ríkisstjórn.Formaður þingflokks VG getur ekki ráðist á forsætisráðherra og ríkisstjórn,sem flokkurinn er aðili að.Svo virðist sem sumir í VG kunni ekki að vera í rikisstjórn.Þeir eru svo vanir því að vera í stjórnarandstöðu.Ef til vill voru það mistök af Ögmundi Jónasssyni að segja af sér.Hann virðist hafa fórnað sér til þess að eining yrði í ríkisstjórninni. En auðvitað gat hann setið áfram og verið með sínar skoðanir þar. Jóhanna hefði þá orðið að ákveða hvort hún léti stjórnina sitja þó hún talaði ekki einum rómi.Guðfríður Lilja virðist telja,að það sé unnt að vera bæði utan og innan stjórnar í senn. Það er ekki hægt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Facebook
Athugasemdir
Nei ég er sammála þér Björgvin, þetta gengur ekki.
Ef Guðfríður er ekki að höndla álagið sem fylgir því að vera í þessari stjórn, þá á hún að hætta, í stað þess að reyna upphefja sjálfan sig á þennan hátt, og á kostnað stjórnarsamstarfs..
hilmar jónsson, 6.10.2009 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.