Þriðjudagur, 6. október 2009
Spá 10,6% atvinnuleysi næsta ár
Ef spá fjármálaráðuneytisins um atvinnuleysi gengur eftir munu ríflega 5 þúsund landsmenn missa vinnuna á næstu mánuðum.
Atvinnuleysi mældist í kring um 1% mánuðum saman en það hefur breyst hratt eftir efnahagshrunið í fyrra. Margir misstu vinnuna og atvinnuleysið margfaldaðist á örfáum mánuðum. Það náði hámarki í apríl síðastliðnum þegar 9,1% vinnufærra manna hér á landi voru án vinnu. Nokkuð hefur nú dregið úr atvinnuleysinu og það mælist nú um 7,7 prósent, því eru tæplega 13.400 landsmenn er án atvinnu um þessar mundir.
Í frumvarpi til fjárlaga næsta árs var lögð fram spá um hvað væri í vændum.
Sú spá gerir ráð fyrir að atvinnuleysi mælist 10.6% að jafnaði á næsta ári. Það jafngildir því að um 18.500 landsmenn verði án vinnu, yfir 5000 fleiri en nú.
Stjórnvöld gera ráð fyrir að greiða rétt tæplega 30 milljarða króna í á næsta ári í atvinnuleysisbætur. Til að setja þetta í samhengi fær Landspítalinn 33 milljarða á næsta ári til að standa straum af kostnaði við rekstur sinn. Háskólinn fær á sama tíma tæpa 10 milljarða. (ruv.is)
Það er hörmulegt,ef þessi spá rætist. Gera verður allt sem mögulegt er til þess að auka atvinnu og minnka atvinnuleysið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.