Hvaða ríkisstjórn getur tekið við af núverandi stjórn?

Ljóst er,að núverandi ríkisstjórn hangir á bláþræði.Stuðningur 3-4ra þingmanna VG er mjög ótraustur við stjórnina.Þar fara fremst í flokki,Ögmundur Jónasson og Guðríður Lilja þingflokksformaður. Þau segja  að vísu bæði að þau styðji ríkisstjórnina en það á ekki við Icesave en það mál er einmitt nú stærsta mál stjórnarinnar og það mál,sem brýnast er að leysa.

Ef stjórnin fellur er ekki margt í spilunum.Ekkert vit væri í að efna til kosninga og því yrði að reyna myndun nýrrar stjórnar.Mér virðast tveir kostir einna helst koma til greina: Þjóðstjórn eða stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.Þjóðstjórn hefur enga kosti umfram tveggja flokka stjórn. Þess vegna tel ég að illskásti kosturinn væri stjórn Samfylkingar og  Sjálfstæðisflokks undir forustu Samfylkingar.Samstarf þessara flokka yrði þó ekki auðvelt. Að vísu tel ég,að ekki beri svo mikið á milli þessara flokka í Icesave málinu.Þessir flokkar mundu auðveldlega leysa það mál. en meiri ágreiningur yrði um ríkisfjármálin og ESB. Trúlega mundi Sjálfstæðisflokkurinn eitthvað breyta afstöðu sinni til ESB,ef hann væri í stjórn. En báðir flokkarnir mundu vilja halda fast á málum Íslands og alveg undir hælinn lagt,að góður aðildarsamningur næðist.Það versta við stjórn með Sjálfstæðisflokknum er það,að hann mundi reyna að breyta fjárlögunum í hag hátekjufólks og fyrirtækja á kostnað  lágtekjufólks. Þar yrði mesti ágreiningurinn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband