Þorvaldur Gylfason: Gætum lent í greiðslufalli

Þorvaldur Gylfason prófessor segir að þeir sem vilji sparka Alþjóðagjaldeyrirssjóðnum úr landinu séu að leika sér að eldinum. „Við gætum vel þurft á láni AGS að halda til að forða því að Ísland lendi í greiðslufalli," segir Þorvaldur. „Slíkt yrði mikil auðmýking fyrir landið og þjóðina."

 

Aðspurður um álit á þeim fréttum að meirihluti sé meðal þingmanna að hætta samstarfinu við AGS segir Þorvaldur að ógæfu Íslands verði allt að vopni þessa dagana. „Þarna virðist vera einhver hugmyndafræðileg andúð á sjóðnum á ferðinni sem á ekkert skylt við röksemdir," segir hann.

 

Þorvaldur bendir á tvö önnur atriði sem fylgja örugglega í kjölfarið á því að AGS yrði látinn taka poka sinn á Íslandi. Í fyrsta lagi myndu lánsmatsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors, öll lækka lánshæfiseinkunnir sínar fyrir ríkissjóð niður í ruslflokk. Þar með væri tekið fyrir frekari lántökur erlendis frá til Íslands.

 

„Það hefur skinið í gegnum málsflutning frá þessum matsfyrirtækjum undanfarið að vera AGS á Íslandi sé nær það eina sem heldur ríkissjóði enn í fjárfestingaflokki hvað lánshæfið varðar," segir Þorvaldur.

 

Þriðja atriðið sem Þorvaldur nefnir er að með brottför AGS yrði ekki vinnandi vegur að afnema gjaldeyrishöftin sem nú er í gildi. Þar að auki þyrftu þau höft að vera viðvarandi um langan tíma.

 

 

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Björgvinsson

Takk fyrir kröftug skrif og góða pistla.   Kær kveðja frá Finnlandi, Björgvin  --

P.S. --Ég tek undir orð Þorvaldar Gylfasonar. Vonandi ræður skynsemin ferðinni hjá hinni íslensku þjóð, því lengi getur vont versnað ef ekki er haldið rétt á málunum.

Björgvin Björgvinsson, 7.10.2009 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband