Miðvikudagur, 7. október 2009
Eldri borgarar kæra til umboðsmanns alþingis
Landssamband eldri borgara ( LEB) hefur í bréfi til félags-og tryggingamálaráðherra krafist þess,að kjaraskerðing sú,sem eldri borgarar urðu fyrir 1.júlí sl. verði afturkölluð.Jafnframt hefur LEB farið fram á það,að lífeyrir eldri borgara verði hækkaður til samræmis við launahækkun verkafólks 1.júli sl.og 1.nóv n.k en verkafólk fær jafnmikla kauphækkun 1.nóvember og það fékk 1.júlí. Ráðherra hefur ekki orðið við kröfum LEB. Hafa samtökin nú kært málið til umboðsmanns alþingis.Þau telja það lögbundið að lífeyrir hækki í samræmi við breytingar á launum en auk þess styðst það við hefð að lífeyrir fylgi launabreytingum enda lífeyrir ekkert annað er laun eftirlaunafólks.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.