Miðvikudagur, 7. október 2009
ASÍ gleymdi eldri borgurum!
Við gerð kjarasamninga undanfarin ár hefur Alþýðusamband Íslands alltaf gætt kjara eldri borgara og öryrkja jafnhliða hækkun á kaupi launþega.Hefur það iðulega verið tekið fram í yfirlýsingum til stjórnvalda,að elli-og örörkulífeyrisþegar ættu að fá sambærilegar kjarabætur og launþegar.En við gerð stöðugleikasáttmálans gleymdust eldri borgarar og öryrkjar.Það er ekki minnst einu orði á kjarabætur til handa lífeyrisþegum.Það er vel og vandlega fjallað um kjarabætur til launþega en lífeyrisþegar gleymdust.Ríkisstjórnin,sem var aðili að stöðugleikasáttmálanum "gleymdi" einnig eldri borgurum og öryrkjum við gerð sáttmálans.
Þess hefur orðið vart,að sumir talsmenn ríkisstjórnarinnar telja,að eldri borgarar hafi fengið meiri kjarabætur en launþegar.Það er ekki rétt. Við gerð kjarasamninga 1.feb. 2008 fengu launþegar 16% hækkun en lífeyrisþegar aðeins 7,4%.Þessi munur var óbættur til 1.sept. sama ár. En þá fengu 10% ellilífeyrisþega hækkun á lágmarksframfærslueyri,sem hækkaði þá í 130 þús. eftir skatt.Sú upphæð hækkaði í 150 þús. eftir skatt um sl.áramót. Þessar hækkanir gengu aðeins til þeirra,sem voru á strípuðum bótum.Það er lítill hópur miðað við 40- 50 þús launþega,sem fengu hækkun 1. feb. 2008 og 1.júlí sl. og aftur um næstu mánaðamót.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.