Miðvikudagur, 14. október 2009
Rannsóknarnefnd aþingis skilar ekki af sér fyrr en 1.febrúar!
Forsætisnefnd og formenn þingflokkanna áttu fund með rannsóknarnefnd Alþingis í morgun. Fram kom að gagnaöflun hefur reynst tímafrekari og yfirgripsmeiri en reiknað var með í fyrstu. Nefndin hefur enn undir höndum upplýsingar sem þarfnast frekari úrvinnslu. Því er einsýnt að ekki verður unnt að láta Alþingi í té fullburða skýrslu um niðurstöðu rannsóknarinnar 1. nóvember eins og stefnt hefur verið að og segir í lögunum. Er við það miðað að skýrslan komi fram eigi síðar en 1. febrúar.
Þetta kom fram í máli forseta Alþingis áður en dagskrá hófst á þinginu í dag.
Í þessu ljósi má Alþingi vænta þess að á næstunni verði lagt fram frumvarp til breytinga á lögum nr. 142/2008, sem gilda um störf rannsóknarnefndarinnar, þar sem skilafresturinn verður framlengdur. Að auki er áætlað að bæta við lögin ákvæði sem fjalla um frágang, varðveislu og aðgang að þeim viðamiklu gagnagrunnum sem orðið hafa til í störfum nefndarinnar, svo og um önnur lagatæknileg atriði.
Jafnframt vill forseti upplýsa að á vettvangi forsætisnefndar og formanna þingflokkanna hefur verið fjallað um hvernig standa á að þinglegri meðferð á skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Samstaða er um mikilvægi þess að sá farvegur verði markaður fyrir fram áður en skýrslan verður gerð opinber. Því má vænta þess að á næstu dögum verði lögð fram þingsályktunartillaga sem taki á þessu atriði. Sú tillaga mun ganga út frá því að skipuð verði sérstök þingmannanefnd sem falið verði að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar."(visir,is)
Það er mjög slæmt að rannsóknarnefndin skuli ekki standa við þau tímamörk sem henni voru sett.Það var einnig rætt um það í upphafi,að nefndin skilaði áfangaskýrslum en af því hefur ekki orðið.Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða. Nefndin er að rannsaka það hvort embættismenn,þar á meðal stjórnvöld og aðrir hafi hagað störfum sínum þannig,að það hafi valdið eða átt hlut i hruni bankanna.Því lengra sem málið dregst á langinn því erfiðara er að fá sannleikanna fram. Nefndin hefði átt að fá ( fleiri) starfsmenn sér til aðstoðar og halda tímafresti.
Björgvin Guðmundsson
Síður á vísir.is
Flýtival
Nýtt á Vísi
Nærð þú að leggja einhvern pening til hliðar um hver mánaðarmót?
Kjörkassinn
Aðgengisvirkni
RSS Fréttastraumur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.