Fimmtudagur, 15. október 2009
Jóhanna áhrifameiri en leiðtogar Norðurlanda
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er í 48. sæti á lista tímaritsins New Statesman yfir fimmtíu áhrifamestu einstaklinga veraldar þessa dagana.
Í fyrsta sæti listans er Obama-fjölskyldan í Bandaríkjunum, en í öðru sæti er Murdoch-fjölskyldan, það er fjölskylda fjölmiðlajöfursins Ruperts Murdoch sem á nokkra helstu fjölmiðla veraldar. Í þriðja sæti er svo Marwan Barghouti, Palestínumaður sem hefur verið fangi Ísraelsmanna síðan 2004 en er talinn hugsanlegur framtíðarleiðtogi Palestínumanna.
Jóhanna er í tímaritinu nefnd Ísdrottningin, en henni er talið til tekna að vera fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands ásamt því að vera fyrsti samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims, sem ekki fer í felur með það.
Starfsbróðir Jóhönnu í Bretlandi, Gordon Brown, er í 29. sæti listans. Hann er sagður hafa verið fremstur í röð vestrænna leiðtoga í baráttu þeirra gegn heimskreppunni.
Einungis fáir þjóðarleiðtogar eru á þessum lista, sem birtur var í lok september. Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, er í sjöunda sæti en næstur honum kemur Osama bin Laden í áttunda.
Næst á undan Jóhönnu, í 47. sæti, eru poppgoðin Jay-Z og Beyoncé, en í neðsta sæti listans er samsærishöfundurinn Dan Brown. - (visir.is)
Það er athyglisvert,að Jóhanna er talin áhrifameiri á umræddum lista en allir aðrir forsætisráðherrar og þjóðarleiðtogar Norðurlanda.Það spilar sjálfsagt inn í að hún er kona en fyrst ig fremst eru það verk hennar sem valda því að hún er ofarlega á umræddum lista.
Björgvin Guðmundsson
Síður á vísir.is
Flýtival
Nýtt á Vísi
<--Error getting xml document: http://www.bylgjan.is/?pageid=2202&nc=1 The operation timed out -->
Kjörkassinn
Aðgengisvirkni
RSS Fréttastraumur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.