Laugardagur, 17. október 2009
Í mai sl. ,eftir þingkosningarnar skrifaði ég grein í Mbl. um nýju ríkisstjórnina.Þar sagði svo m.a.: Þau mál,sem ríkisstjórn Samfylkingar og VG . þarf að vinna að eru þessi: Aukinn jöfnuður í þjóðfélaginu og útrýming fátæktar. Réttlát skattalöggjöf.Hækka þarf skatta á hátekjufólki og lækka af lágum og meðaltekjum.Hækka þarf fjármagnstekjuskatt en jafnframt að ákveða að vextir af litlum sparnaði ( 3-5 millj.) verði skattfrjálsir. Gera þarf auknar ráðstafanir til þess að koma heimilunm í gegnum kreppuna. Fella þarf strax niður hluta húnsæðisskulda hjá þeim,sem rísa ekki undir að greiða af skuldum sínum..Reisa þarf atvinnulífið við. Bankarnir verði áfram að mestu leyti í eigu ríkisins. Til álita kemur að einkaaðilar eignist hlut ( minnihluta) í bönkunum en ekki kemur til greina að einkavæða bankana á ný. Sporin hræða í því efni.Bæta þarf kjör aldraðra og öryrkja. Afnema ber í áföngum skerðingu tryggingabóta vegn tekna úr lífeyrissjóði. Hækka þarf frítekjumark vegna fjármagnstekna svo þær skerði ekki tryggingabætur jafnmikið og nú.Og síðast en ekki síst þarf að innkalla allar veiðiheimildir á 20 árum og úthluta þeim á ný á réttlátan hátt svo nýliðar komist að í greininni og sjávarbyggðir út um land verði ekki afskiptar. Verkefnin eru næg. Björgvin Guðmundsson | |
|
| |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.