Samkeppnishömlur í samstarfi birgja og matvöruverslana?

Samkeppniseftirlitið birti skýrslu í mai í fyrra  um viðskiptasamninga birgja og annað samstarf fyrirtækja á matvörumarkaði.Þar kemur fram,að mikið er um ákvæði í umræddum samningum,sem geta haft  samkeppnishömlur í för með sér.M.a. er fjallað sérstaklega um forverðmerkingar,sem geta  leitt til verðsamráðs og samkeppnishamla.Einnig er vikið að mörgum öðrum ákvæðum svo sem ákvæðum birgja um að ekki megi versla við aðra nema þá að litlu leyti,reynt er að hindra að smásöluverslanir flytji inn vörur,sem birgjar bjóða o.fl. o.fl. Boðnir eru miklir afslættir ef verslanir hlíta skilmálum birgja.

Ljóst er,að Samkeppniseftirlitið hefur í höndum næg gögn um  viðskiptasamninga birgja,sem geta leitt til skaðegra samkeppnishamla.En Samkeppniseftirlitið hefur ekki fylgt þessari skýrslu eftir nema  að litlu leyti.Hið eins sem hefur heyrst er,að eftirlitið hefur amast við forverðmerkingum. Samkeppniseftirlitið þarf að láta til skarar skríða og uppræta skaðlegar samkeppnishömlur,sem ríkja í samskiptum birgja og verslana.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband