Sunnudagur, 18. október 2009
Verðum að samþykkja breytingu á Icesave
Íslendingar verða að samþykkja þá breytingu á fyrirvörunum við Ice save samkomulagið,sem nú liggur á borðinu.Þar vegur þyngst að halda verður áfram að greiða eftir 2024 með sömu skilmálum og fram að þeim tíma,þ.e. að greiðslur fari ekki yfir 6% af hagvexti og að vextir verði óbreyttir.Það var óraunhæft af alþingi að reikna með því að Bretar og Hollendingar mundi samþykkja fyrirvara,sem gerðu ráð fyrir, .að " skuldin" yrði ekki greidd að fullu.Með því að alþingi samþykkti að greiða þurfti að sjálfsögðu að greiða að fullu.Þegar ríkisstjórn Geirs H.Haarde samþykkti í nóvember í fyrra að greiða Icesave var teningunum kastað og ekki aftur snúið á þeirri leið. Ef Ísland ætlaði að neita að borga og leggja málið fyrir dómstóla átti að gera það þá. Eftir að Ísland undirritaði skjal í nóvember í fyrra um að við mundum greiða varð dómstólaleiðin mun torsóttari.Nú standa málin þannig,að AGS heldur lánum til okkar föstum vegna þess að Icesave deilan er ekki leyst og Norðurlöndin haga sér eins,meira að segja Norðmenn. Svo virðist því sem alþjóðasamfélagið haldi okkur í gíslingu á meðan við ljúkum ekki Icesave málinu. Við verðum því að ljúka því máli svo hlutirnir fari að snúast.
Björgvin Guðmundsson
Icesave-fyrirvörum breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:57 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin.
Vildi bara segja að ég er þér 100% sammála. Klára þetta mál strax og fara nú að horfa fram á veg, nægur tími hefur farið í karp um þetta mál.
kv.
Arnar
Arnar Steinn , 18.10.2009 kl. 10:23
Svo sára einfalt en samt skilur helmingurinn af þjóðinni þetta ekki,
mín heimska þjóð.
Sigurður Helgason, 18.10.2009 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.